Ímyndun um auð

Á fyrsta áratug aldarinnar voru gerð margvísleg mistök í hagstjórn og stjórnsýslu. Á einum enda var eftirlit með fjármálastofnunum veikt og á öðrum enda var kynt undir lausung með 90 prósent íbúðarlánum. Hagvöxtur og hækkandi eignaverð faldi mistökin um árabil en það hlaut að koma að skuldadögum.

Ímyndunin um auð jók andvaraleysið. Meint auðsæld leiddi til ályktunar um að auðmenn væru stjórnvitringar sem ættu ráð undir rifi hverju. Eftir á að hyggja var það eins og að gera áfengissjúkling að vínráðgjafa.

Í október 2008 kom að skuldadögum. Tæpum tveim árum seinna erum við enn að ræða hvað brást og hvers vegna. Hugsanlega gætum við lært eitthvað af umræðunni.


mbl.is ÍLS segir skýrslu Alþingis ekki standast skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimskingjar í afneitun læra ekki neitt. það má sjá hjá fyrrverandi seðlabankastjórum núna, ekkert var þeim að kenna, það voru pólitíkusar sem tóku fram fyrir hendur þeirra, og þeir gátu þessvegna ekkert gert í málunum. Það er eins og þeir telji sig hafa verið einskonar altarisdrengi, kringum altari mammons, og átt bara að sjá um að kveykja á kertum, og raða helgiskrauti, ásamt því að vera í lausum buxum fyrir pólitíkusa.

Robert (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband