Fimmtudagur, 3. júní 2010
Skyndilýðræði
Tæknilausnir á pólitískum, félagslegum og siðferðilegum úrlausnarefnum eiga það iðulega sammerkt að einfalda flókinn veruleika. Lýðræði er töluvert meira en atkvæðagreiðsla um tvo eða fleiri kosti. Skuggaborg opnar möguleika að að setja fram margar hugmyndir, fá umræðu og atkvæðagreiðslu.
Á endanum þarf einhver að ákveða hvenær umræðu lýkur og hvaða kostir skuli vera í framboði og hvernig eigi að gera upp á milli þeirra. Þegar búið að að kjósa þarf að framkvæma og þá er að ákveða hversu lengi ákvörðun á að standa. Ef til dæmis samþykkt verður að steypa upp Tjörnina til að leysa bílastæðisvandamál miðborgarinnar má biðja um nýja atkvæðagreiðslu að ári til að endurheimta Tjörnina. Verður hægt að fá hana til baka?
Skyndilýðræði er eins og skyndimatur og skyndikynni. Fullnægjandi meðan á stendur en skilur eftir tómleikatilfinningu þegar frá líður.
Skoðanaskipti í Skuggaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er eitthvað til sem að þú getur ekki orðið fúll yfir?
Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 22:36
Gæti alveg sætt mig við að Holland yrði heimsmeistari.
Páll Vilhjálmsson, 3.6.2010 kl. 23:16
Þetta getur vart heitið lýðræði, á meðan ekki liggur ljóst fyrir, hvort vinsælasta hugmyndin, verði framkvæmd.
Þetta gæti betur heitið "íbúasamráð", eða eitthvað í þá veruna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.6.2010 kl. 23:29
Því verður þó ekki neitað að þetta er mjög lýðræðisleg umræða þar sem að fólkið fær að tjá sig. Þetta er amk góð byrjun hjá flokki sem er ekki einu sinni búinn að mynda meirihlutastjórn. Vissulega þarf svo að velja úr hugmyndum sem að eru raunverulega framkvæmanlegar, skynsamar, skemmtilegar og gagnlegar án þess að fara fram úr sér í fjárútlátum
Siggi G (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 00:45
Þetta er grín þetta með Holland er það ekki. Ég meina, ertu búinn að gleyma ICESAVE eða hvað?
Oddur Ólafsson, 4.6.2010 kl. 01:50
Siggi G: Skuggaborg er sama kerfi og keyrir Skuggathing.is - því er þetta í raun stolið eða meira en líklega fengið lánað, jah eða keypt frá þeim sem unnu kerfið.
Nema þetta sé unnið af þeim sjálfum - sem ég stórefa.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 03:20
Sammála - Það er ekki nóg með að þetta sé varhugavert til að stýra stefnu borgarinnar, heldur er ekki bara borgarar Reykjavíkur þarna inni að leggja fram hugmyndir og kjósa - það gæti verið hver sem er í heiminum sem nennir að læra Íslensku.
Já og Kristinn: Þetta er Open source kerfi og því varla hægt að stela því :)
Kristinn Þór Sigurjónsson, 4.6.2010 kl. 08:25
Kristinn, þetta er unnið af nákvæmnlega þeim sömu og unnu skuggaþingið. Hönnuðir skuggaþings settu upp svona kerfi fyrir alla flokka nú rétt fyrir kosningar til þess að flokkarnir gætu fengið svörun frá kjósendum við kosningaloforðum sínum og hugmyndum. Besti flokkurinn var einn flokka um að nýta þetta.
og þetta gerðu hönnuðir skuggaþingsins frítt. Enginn kostnaður fyrir borgina, engu "stolið", það er enginn vondi kallinn.
híh (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 08:30
Híh: Einmitt, Open Source. Fengu það frítt.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 08:32
Bæði er þetta open source einsog Kristinn Þór nefnir, en auk þess eru sömu aðilar sem þróuðu þetta með okkur og gerðu Skuggaþing.
Hafið þið virkilega skoðað þetta? Svona bulhugmyndir einsog að steypa upp tjörnina fengju litlar undirtektir og ættu lítinn séns á að koma til framkvæmda.
Nú þegar erum við að taka atriði af þessum lista inní meirihlutaviðræðurnar og koma þeim til framkvæmda.
Ég vil nú segja að paranoija ykkar gagnvart þessu er fullmikil þó það sé fínt að gagnrýna allt og skoða það vel. Það er ekki einsog hvað sem er sem fer þarna inn verði framkvæmt án umhugsunar. Sum málin eru með tug rökfærslna og um eitt þúsund "læk", svo það er þáttaka í þessu og mörg fín mál að fljóta upp.
Kv Ágúst Már
Einhver Ágúst, 4.6.2010 kl. 08:36
Ég er ekki farinn að kynna mér þetta en ekki líst mér vel á hugmyndina.
Í fyrsta lagi þá er þetta ekki komið frá reyndum pólitíkusum og í öðru lagi sýnist mér á umræðunni hér að það sé ekki gert ráð fyrir að greidd verði atkvæði um það hverjir eigi að fá að græða á framkvæmdunum.
Og það finnst mér ekki nógu gott.
Árni Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 09:14
HAHAHAHAAH! Árni þú drepur mig....krútt....
Einhver Ágúst, 4.6.2010 kl. 10:56
ég man ekki hvar en ég heirði það en í einhverju viðtali við bestaflokkinn komu þeir eithvað inná að hafa kosningar í gegnum netbankann.
eins og þetta er í dag er þetta mikklu meira um að koma umræðum á stað og sjá hvað fólk vill... en vissulega getur hver sem er kosið á síðunni sem er upp í dag. og því þyrfti að breyta til að sé hægt að taka fullt mark á þessu.
en þetta er klárlega skref í rétta átt, og vonadi koma þeir með þetta heimabanka kosninga kerfi sem ég heirði um.
Annar Ágúst (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 11:35
Einhver Ágúst:
Þróuðu þetta með ykkur? Er þetta ekki sama kerfið. Og þið að fá allt kredit fyrir það?
Kristinn Bjarnason, 4.6.2010 kl. 19:01
Sæll Páll
þú segir;
"Skyndilýðræði er eins og skyndimatur og skyndikynni. Fullnægjandi meðan á stendur en skilur eftir tómleikatilfinningu þegar frá líður. "
Veit ekki með þig, en sú tómleikatilfinning sem fest hefur rætur í mínum heila eftir næstum 66 ára lýðræði, sem getur vart talist skyndikynni, er tómari en allar ruslatunnur Reykjavíkurborgar, eftir losun.
Kommon, skuggastjórnendur og spilltir ráðamenn berjast líklega við þessa skynditilfinningu, en eigum við ekki bara að reyna að njóta fullnægju á meðan varir!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.6.2010 kl. 00:52
Nei nei við erum ekkert að fá kredit fyrir að hafa fengið Gunna Gríms og félaga til að setja upp svipað kerfi fyrir okkur, í fullu samstarfi, vinskap og gleði.
Við erum að setja það fram sem raunverulegt stjórntæki á vegum borgarinnar og minnka okkar eigin völd um leið, það er nýtt.
Og ég held að þú sért að tala um vonina Jenný, haltu í hana.
Einhver Ágúst, 5.6.2010 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.