Evrópufjárlög og drög að byltingu

Engan skatt án samþykkis fulltrúa þjóðarinnar hljómar slagorð úr amerísku byltingunni á 18. öld. Evrópusambandið ætlar á 21. öld að setja saman Evrópufjárlög til að bjarga myntsvæðinu sem er á barmi hengiflugs vegna skulda og skertrar samkeppnishæfi Suður-Evrópu.

Borgaralegir þingmenn í Svíþjóð, t.d. Karl Sigfrid, vara við yfirvofandi evruskatti sem leggst á öll ESB-lönd þótt aðeins sextán af 27 ESB-ríkjum hafi tekið upp evru. 

Hér er Brósi á Símfréttum með greiningu á stöðu Spánar og framtíðarhorfum.

Skuggalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prodi bedömer att vi nu befinner oss vid ett vägskäl. Antingen måste euron överges, en politisk omöjlighet med tanke på all den prestige som europeiska politiker har lagt i projektet, eller så krävs en starkare centralstyrning av euroländernas ekonomier.

Þetta kemur upp aftur og aftur, annað hvort sundrast evran - óhugsandi möguleiki fyrir stolt pólitíkusa á meginlandinu sem hafa lagt allt sitt í verkefnið. Hinn möguleikinn er stóraukin miðstýring efnahagsmála, sem verður ofaná. Þar munu skoðanir og þarfir smáþjóða á borð við Ísland aldeilis vera þungamiðjan. Líka athyglisvert það sem Prodi heldur fram að ógöngurnar hafi verið fyrirséðar þegar evran var tekin upp. Talandi um að etja fíflunum á foraðið...

Baldur (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband