Þriðjudagur, 1. júní 2010
Evrópufjárlög og drög að byltingu
Engan skatt án samþykkis fulltrúa þjóðarinnar hljómar slagorð úr amerísku byltingunni á 18. öld. Evrópusambandið ætlar á 21. öld að setja saman Evrópufjárlög til að bjarga myntsvæðinu sem er á barmi hengiflugs vegna skulda og skertrar samkeppnishæfi Suður-Evrópu.
Borgaralegir þingmenn í Svíþjóð, t.d. Karl Sigfrid, vara við yfirvofandi evruskatti sem leggst á öll ESB-lönd þótt aðeins sextán af 27 ESB-ríkjum hafi tekið upp evru.
Hér er Brósi á Símfréttum með greiningu á stöðu Spánar og framtíðarhorfum.
Skuggalegt.
Athugasemdir
Prodi bedömer att vi nu befinner oss vid ett vägskäl. Antingen måste euron överges, en politisk omöjlighet med tanke på all den prestige som europeiska politiker har lagt i projektet, eller så krävs en starkare centralstyrning av euroländernas ekonomier.
Þetta kemur upp aftur og aftur, annað hvort sundrast evran - óhugsandi möguleiki fyrir stolt pólitíkusa á meginlandinu sem hafa lagt allt sitt í verkefnið. Hinn möguleikinn er stóraukin miðstýring efnahagsmála, sem verður ofaná. Þar munu skoðanir og þarfir smáþjóða á borð við Ísland aldeilis vera þungamiðjan. Líka athyglisvert það sem Prodi heldur fram að ógöngurnar hafi verið fyrirséðar þegar evran var tekin upp. Talandi um að etja fíflunum á foraðið...
Baldur (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.