Bjarni Ben. er stopp

Uppgjör móðurflokks íslenskra stjórnmála er um það bil að stöðvast og var þó ekki komið langt á veg. Uppgjörið er í höndum formannsins, Bjarna Ben., og um helgina sýndi hann ekki næmni á stöðu sína og flokksins. Pínlegt augnablik í Silfri Egils var afhjúpandi.

Formaðurinn kom með þá greiningu að fólk vildi hafa hlutina í lagi en væri ekkert að spá ýkja mikið í pólitíkina. Já, sagði Egill, þú meinar græða á daginn og grilla á kvöldin og vísaði þar á uppskrift af heimska græðgisvædda sjálfstæðismanninum sem naut sín á útrásarárunum.

Bjarni Ben. hefur reynt að selja fólki þessa hugmynd um að flokkurinn hafi gert nóg í uppgjörsmálum og nú eigi að horfa fram á veginn. Við kaupum ekki hugmyndina.

Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum verða útrásarþingmenn að víkja varanlega ekki aðeins tímabundið. Þar á meðal eru Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson. 

Liðleskjuafstaða formannsins til meginmála, eins og til umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu, verður að breytast. Formaður sem ekki treystir sér til að framfylgja afgerandi og afdráttarlausum vilja flokksmanna er vitanlega rangur maður á röngum stað.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að verða millistéttarflokkur á ný, ekki málssvari auðmanna. Í því felst að flokkurinn sker upp herör gegn viðskiptasamsteypum og eignarhaldsfélögum.

Pólitískt umhverfi er þannig í dag að þeir sem ekki eru afdráttarlausir og tilbúnir í slaginn sitja eftir í rykmekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalvandamál Bjarna Ben, sem hann virðist ekki átta sig á, er líkið í lestinni, sem hann burðast með, getur ekki falið, og getur ekki losað sig við.

Robert (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 13:04

2 identicon

Róbert hefur lög að mæla. Það hjálpar ekki Bjarna að vera yfirborðskenndur hrokagikkur.

Burt með hann

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 14:06

3 identicon

Óhjákvæmilegt  er að Bjarni víki a.m.k. sem formaður.

Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki vopnum sínum fyrr.

Allir styrkþegar í ÖLLUm flokkum eiga að víkja.

Vek athygli á að Róbert Marshall styrkþegi Baugs og fyrrum fjölmiðlafulltrúi Jóns Ásgeirs er orðinn FORMAÐUR ALLSHERJARNEFNDAR!!!

Ætlar þetta engan enda að taka?

Steinunn (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 14:31

4 identicon

Einmitt

Annað: Flokkurinn þarf að sýna að hann setji ekki auðlindir þjóðarinnar til mafíósa sem hafa greitt til flokksins eða flokksgæðinga sbr. samningur Garðabæjar við félagið Sinnum sem var án útboðs.

Anna María (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband