Valdataka verður stefnumót

Forsíður Morgunblaðsins síðstu tvo daga sýna hversu erfitt er að fjalla um Besta flokkinn og hvað hann sendur fyrir. Í gær hét það Valdataka undirbúin en í dag Stefnumót í borginni. Fyrirsögnin í gær gaf til kynna að bestafólkið kæmi inn í íslensk stjórnmál sem flagð undir fögru skinni. Í dag er það mýkt og rómantík.

Hvorugt er rétt. Besti flokkurinn er grín sem þrífst á því að vera tekið alvarlega. Ekkert bendir til annars en að flokkurinn búi til sínar áætlanir frá degi til dags með það í huga að framlengja sýninguna. Dagur B. gerði þeim stóran greiða og gærdagurinn fór í að tala um opnu og auglýstu leynifundina. Núna er það ,,lágmarksniðurstöður". 

Grínið heldur áfram á meðan almenningur og fjölmiðlar hafa nennu til. 


mbl.is „Lágmarksniðurstöður“ í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband