Mánudagur, 31. maí 2010
Innihaldslaus vonarstjarna
Einar Skúlason oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík gerir upp kosningarnar og það er sérkennileg lesning svo ekki sé meira sagt. Hann segist hafa heyrt í fólki að Framsóknarflokkurinn hafi verið of gagnrýninn á ríkisstjórnina. Jú, þið lásuð rétt, nákvæmlega svona orðar Einar þessa hugsun
Guðmundur Steingrímsson vakti máls á þessu strax á kosninganótt og benti réttilega á að við framsóknarmenn verðum að ræða þessa stöðu okkar á milli og skoða fleiri aðferðir við að koma boðskap okkar á framfæri. Ég heyrði margoft gagnrýni í kosningabaráttunni á að kjörnir fulltrúar flokksins gengju sumir hverjir fram af of mikilli óbilgirni og með einstrengingshætti við erfiðar aðstæður.
Guðmundur Steingrímsson, fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar, er með hugann við gamla flokkinn en þáði öruggt þingsæti frá Framsóknarflokknum. Einar áttar sig ekki á því að um leið og hann lepur upp samfylkingarslepju Guðmundar er hann að segja að Framsóknarflokkurinn ætti að renna inn í Samfylkinguna.
Einar nefnir ekki eina einustu pólitísku hugmynd í uppgjörspistli sínum. Pólitísk tilvera Einars gengur út á innihaldslausa mjúkmælgi og smekklegan klæðaburð. Auðrónastefna Framsóknarflokksins, hvers holdgervingur var Björn Ingi Hrafnsson, var árangursrík á tímum útrásar. Eftir hrun er ekki lengur eftirspurn eftir froðu - nema hún sé fyndin og frá vottuðum grínistum.
Sigmundur Davíð, Vigdís, Eygló, Höskuldur og Gunnar Bragi reyna að búa til pólitík í Framsóknarflokknum. Þau eru stjórnmálamenn.
Athugasemdir
Já, hvílík slepja að ætla að haga sér eins og hlýðnir rakkar við valdníðslustjórn bara til að líta vel út!? Nákvæmlega eins og Guðmundur Steingrímsson talaði í gær í fréttum RUV. Þeir hafa ekkert lært. Fólk vill ekki platfólk í stjórn. Hví ganga þeir tveir og Evrópusinnar flokksins ekki í Samfylkinguna og leyfa hinum að vinna í friði með Sigmundi?
Elle_, 31.5.2010 kl. 23:17
,,Sigmundur Davíð, Vigdís, Eygló, Höskuldur og Gunnar Bragi reyna að búa til pólitík í Framsóknarflokknum. Þau eru stjórnmálamenn. "
Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart !
Þetta er fólkið sem kemur óorði á pólitík og hvað það er að vera í pólitík !
Þetta er bara fólk sem þiggur laun fyrir það að flækjast fyrir og þykjast vera gera eitthvað af viti !
JR (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.