Herkostnaður grínsins

Bros getur dimmu í dagsljós breytt en ekki rekstrartapi í hagnað. Hlátur lengir lífið en styttir ekki biðraðir atvinnulausra. Við erum þess klukkutímana í fábjánatilveru þar sem heiðarlegt grínframboð er tekið alvarlega af stjórnmálaflokki sem gefur sig út fyrir að vera með öllum mjalla.

Besta framboðinu er sérstaklega í nöp við Samfylkinguna. Með því að opna faðminn fyrir Degi á barmi taugaáfalls er hægt að framlengja absúrdleikritið. ,,Við eigum málefnalega mest sameiginlegt með Samfylkingunni," segja Gnarr og kó. Er málefnið tollahlið við bæjarmörk Seltjarnarnes eða ísbjörn í Húsdýragarðinn?

Samfylkingin opinberar sig sem fáráðlingaflokk.


mbl.is Opinberir leynifundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lol u mad

getur verið, að það sért þú, sem ert hlægilegur fáráðlingur?

viðundur (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Páll þarf nú varla að svara spurningunni hér að ofan.  Nafnið, sem spyrjandinn velur sér, segir nákvæmlega það sem segja þarf og væri líklega ekki hægt að velja nafn, sem væri betur við hæfi, fyrir slíkan fyrirspyrjanda.

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2010 kl. 20:07

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Úr því sem komið er, þá er líklega best að besti og næstbesti flokkurinn myndi meirihluta.  Annars ágætis pistlar oft hjá þér Páll, en frekar skondið að veruleikafirrtu viðrinin á AMX skuli alltaf vera að vitna í þig.  

Hanna Birna vill "þjóðstjórn", eða samvinnu allra flokka.  Hefði henni eða hennar ágætu herrum hugnast það ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 7-8 borgarfulltrúa?  Ég veit það ekki, en ég leyfi mér að efast um það.

Ég held að samstarf D og S mundi aldrei ganga.  Þessar 2 prímadonnur,  Hanna Birna og Dagur , geta ekki starfað saman.   Varla fer Hanna Birna sem ótvíræður sigurvegari kosningana að starfa með gríninu í meirihluta?  

Held ekki, en ég hef fulla trú á því að hún Hanna Birna komi til með að standa sig vel í minnihluta sem og hennar meðreiðarsveinar, man ekki alveg hvað þeir heita í augnablikinu.

Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 20:26

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það að Besti flokkurinn velji Samfó sem fyrsta val sýnir fyrst að þeir sem héldu fram að Gnarr & Co væru frjálshyggjupésar töluðu með óæðri endanum.

eðlilegt að snúa sér fyrst til þeirra sem menn telja sig eiga mesta samleið með.

því miður náði Besti ekki hreinum meirihluta. þá hefði verið hægt að ganga beint til verka. því þarf að hafa einhverja með til að tryggja breytingum stuðning.

svo er það stærsti brandarinn hve margir ferkantaðir pappakassar hafa ekki hugmyndaflug til að fatta út á hvað 'djókið' gekk heldur tóku það bókstaflegar en trúarofstækismenn biflíuna.

ferköntuðu pappakassarnir eru stærsti brandari þessara kosninga.

talið um meirihluta og minnihluta er ekki stóra málið, enda mun Besti flokkurinn leita samstarfs við alla, þótt meirihlutasamstarf þurfi til að tryggja málum Besta framgang.

eitt stærsta málið eru skil milli stjórnmála og stjórnsýslu. ekki raða tómum arfavitlausum flokksdindlum í öll ráð, nefndir og stjórnir. borgarráð á að hafa eftirlit og umsjón með stofnunum borgarinnar og hve trúverðugt er það eftirlit þegar sömu menn sitja í öllum stjórnum borgarstofnana?

hver á að gæta varðanna?

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 20:46

5 identicon

Samfylkingin myndi selja ömmu sína fyrir rétt verð. Þeir sem hafa ekki áttað sig á því ennþá eru grátbroslegir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjálfstæðisflokkurinn væri þá tilbúinn til að gera margt verra við ömmu sína, en að  selja hana, til þess að halda völdum.  Það er ekki grátbroslegt,  það er bara sorglegt.

Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 21:41

7 identicon

Sælir.

Þú reyndir ekki að svara fyrir lágkúruna sem þú skrifaðir um Árna bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Tek fram að ég þekki mannin ekki neitt en blöskraði ábyrgðarlausu skrifin þín

Ég og fleiri óskuðu einnig eftir því að þú upplýstir okkur lesendur um hver borgi þér laun og hvar þú skrifar þar sem þú titlar þig blaðamann.

Þú svaraðir því ekki heldur.

Núna heldur þú því fram að þú sjáir í myrkri ef einhver brosir til þín... Ertu rithöfundur í alvöru???

Endilega svaraðu

halldoragn@yahoo.com

druslari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:58

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Druslari, vilt þú ekki gera grein fyrir sjálfum þér, hvaðan þú kemur og hver greiðir þér laun o.frv. ?Þú mættir líka láta fljóta með hvaða aðferð þú notar til að virkja ímyndunaraflið.

Páll Vilhjálmsson, 31.5.2010 kl. 22:06

9 identicon

Sæll Palli minn og takk fyrir síðast....

 Annað sem mér finnst jafnvel enn merkilegra.  Talandi um heiðarleika og trúverðugleika.  Af hverju koma menn eins og Ottar Proppe fram eftir kosningar (og reyndar fleiri frambjóðendur B-flokksins) og upplýsa kjósendur um fáfræði sína á málefnum Reykjavíkurborgar.  Var Jóni Gnarr ekki einmitt einum telft fram fyrir kosningar vegna þess að B-flokkurinn vildi forðast umræður um málefni, til þess að opinbera ekki fáfræði frambjóðenda og halda "gríninu" eða eigum við að segja GRÍMUNNI.  Hversu heiðarlegt er það?  Að tala um að ástæðan fyrir því að talað var um það sem kosningaloforð að ættleiða róna og kom síðan með þá eftirá skýringu að það hafi verið til að beina sjónum að rónum í Reykjavík, eins og það sé ný uppfinning.  Rónar hafa verið partur af Reykjavík, eins og öllum öðrum samfélögum um aldir og það breytist ekki með valdatöku Besta flokksins.  Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég hlakka mikið til að ryfja þetta upp, eins og önnur samtöl við sexmenninganna að fjórum árum liðnum.  Þetta er örugglega allt mætasta fólk. En þegar kemur að alvörunni, þá opinberast ýmislegt.  Ég skil nú heldur ekki í Brynju á RUV að koma ekk með spurningu um þetta þegar Ottar upplýsti hana um þetta í viðtali fyrir Kastljósþátt kvöldsins.  Óska þessu fólki alls hins besta og vona, íbúa Reykjavíkur vegna, að þetta sleppi til, það hinsvegar verður bara að koma í ljós.

Bjarni Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 00:43

10 identicon

Populista flokkurinn er að reyna að slekkja eitthvað af vinsældum grínisins í stað þess að draga sig í hlé og slekkja sárin.

Framsókn og Samfó loga í innanhús deilum og ættu því að taka smá pássu. 

Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk virðist vera sem betur fer skári, ekki betri, bara skári en sá sem er í landspólitíkini.

Er ekki bara tími til að menn taki höndum saman og vinni vinnuna sína saman, allir sem einn fyrir Rvk? Nema kannski Sóley, hún neitar alfarið að starfa með xD þar sem þessi 33% eða svo sem kusu þá eiga það ekki skilið að hafa fulltrúa í Rvk. 

Kveðja úr Reykjavík.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 00:57

11 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Var Páll að gagnrýna lágkúruna í Reykjanesbæ og að benda á þá augljósu staðreynd að  ekki dugi til langframa að míga í skóinn sinn til þess að halda á sér hita?  Þá er hann maður að meiri.  Árni Sigfússon er eins og Þór bróðir hans, óttalegur aumingji og vill síst taka ábyrgð á eigin klúðri.  Þeir bræður eru það heimskir að þeir fatta það ekki hvað þeri eru spilltir.  Þessvegna líður þeim bara þokkalega vel.

Guðmundur Pétursson, 1.6.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband