Grínfasismi

Bjarni Harðar kom með analísuna; Besti flokkurinn er fasisminn gríni klæddur. Sígildur fasismi er ber á borð hverskyns bullhugmyndir um að verkin skuli tala og lýðræðið þegja. Einfaldar hugmyndir fyrir einfaldar sálir. Grínfasisminn hefur í frammi brandara og hálfkæring þegar reynt er að ræða pólitík.

Sígildur fasismi og grínframboð Besta flokksins eru með sama markmiðið, sem er að eyðileggja samtal almennings við kjörna fulltrúa sína.

Húmor er nettari leið en hatur til að slíta taugina milli þjóðar og stjórnmálamanna. En það er léleg afsökun fyrir hálfvitahætti Besta framboðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Ég hélt að pólitíkusar kæmust yfir tapið. Greinilega ekki eru með tár á hvarmi. Verðum bara að vona að Jón Gnarr kunni að senda e-mail.

Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta segir á fréttavef RÚV viðræður SF og Bf m.a :

"Fátt er í raun ljóst um aðrar áherslur í viðræðunum nema hvað sterk krafa er frá Besta flokknum um aukið vægi íbúalýðræðis í stjórn borgarinnar."

Ertu nokkuð fordómafullur ?

Sævar Helgason, 31.5.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband