Gnarr með pólitískt líf Dags í hendi sér

Nái Dagur að landa öðru af tveim æðstu embættum Reykjavíkurborgar, borgarstjóra eða forseta borgarráðs, verður honum ekki sparkað úr varaformannsæti Samfylkingarinnar. Maðurinn sem ákveður hvort Dagur heldur pólitískri líftóru sinni er Jón Gnarr.

Fífladansinn sem Dagur samþykkti í gærkvöldi leiðir á endanum til endaloka hans sem stjórnmálamanns. 

Ef Dagur leiðir grínið til valda er hann búinn að vera. Kannski nær hann hundrað dögum líkt og hann gerði með auðróna Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili en þó er það ólíklegt.

Eini sjens Dags er samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en það gerist ekki í hvelli. Það þarf að leiða fólki fyrir sjónir að grín og völd eru eitruð blanda, m. a. vegna þess að það er ekki hægt að hlæja frá sér skuldirnar.

Allt er þetta samt dálítið broslegt.


mbl.is Karl Th. vill að Dagur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Broslegt er vægt til orða tekið. Hárlubbinn á Degi blandast vel við grínið hans hans Jóns, eiginlega kórónan á því sko.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:28

2 identicon

Ég vil nú meina að formennska í Borgarráði sé veigameira embætti...

Gestur Páll (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 14:35

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Núna er það ekki Tjarnarkvartettinn eins og um árið. Nær væri að tala um "Das Gnarrenschiff"!!

Flosi Kristjánsson, 31.5.2010 kl. 14:52

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Dagur að kveldi kominn...

Birgir Viðar Halldórsson, 31.5.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband