Spurning kjósanda til forystu Vg

Forystuparið í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Katrín og Steingrímur J., birtast á heilsíðu í Baugstíðindum dagins með auglýsingu í tilefni kosninganna. Lykilsetning í auglýsingunni er eftirfarandi

Samfélag framtíðarinnar verður að byggja á trausti, virku lýðræði og félagslegu réttlæti.

Við síðustu kosningar greiddu þúsundir Vg atkvæði sitt, þar á meðal skrifari, vegna þess að við treystum Vg að halda til streitu margyfirlýstri stefnu um að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.

Á alþingi 16. júlí 2009 greiddu bæði Katrín og Steingrímur J. atkvæði sitt með því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Spurning kjósanda er þessi: Hvaða stefnumál Vg má svíkja fyrir valdastóla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Góð spurning. Þú mátt heldur ekki gleyma 180° viðsnúningi Steingríms varðandi AGS. Ég veit ekki alveg hve miklu Steingrímur stjórnar hér, hef grun um að AGS stjórni hér meiru í efnahagsmálum en Steingrímur þorir að viðurkenna, hann mun þó kenna þeim um seinna þegar allt er komið í klessu hér - það hefur verið stíll Samfylkingar og VG að kenna öðrum stöðugt um.

Svo hefur farið ótrúlega lágt sú staðreynd að við aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS lofuðu íslensk stjórnvöld að hætta frystingum á lánum og öðru slíku núna í október. Fer þá holskefla uppboða af stað? Af hverju heyrir maður ekkert fjallað um þetta? Ætla blaðamenn að halda áfram að vera jafn lélegir núna og þeir voru fyrir hrun? Ætla þeir að krossfesta ráðherra og þingmenn svo ekki þurfi að fjalla um glámskyggni þeirra?

Helgi (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:11

2 identicon

Vanhæfir og spilltir stjórnmálamenn höfða til almennings í landinu daginn fyrir kosningar með smjaðri um lýðræði og jöfnuð, vita nefninlega að þá þætti sárvantar í íslenskan veruleika. Samfylkingin er á sama plani. Sjálfstæðismenn koma grímulaust fram og eru ekki til umræðu hér.

Daginn eftir snúa þeir sér við og leggja flatann lófan fram með beiðni um ölmusu frá óreiðu- og fjársvikamönnum.  

Einlægni og alhugur fylgir ekki loforðum. Hagsmunir FLOKKSINS, vina, fjölskyldu og ölmusugjafa ganga fyrir þegar á reynir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Elle_

Það er ótrúlega ósvifið af Katrínu og Steingrími að lofa lýðræði, réttlæti og trausti.  Þau sem sviku allt og stóðu fyrir Evrópuyfirráðum yfir landinu og þrælalögunum með viðurstyggilegum blekkingum og svikum. 

Elle_, 30.5.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Elle_

Og láðist að segja að það gerðu þau að sjálfsögðu að fyrirskipun Samfylkingar-ruslsins.

Elle_, 30.5.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband