Magma er útrásarlygi og pólitísk spilling

Forsætisráðherra tekur ekki einarða afstöðu gegn þjófnaði á auðlindum landsins með lygum og spillingu. Líklegasta skýringin er að Samfylkingin sé flækt inn í mútumálið þar sem sænska skúffufyrirtækið, Íslandsbanki og yfirveðsetti bæjarstjórinn í Reykjanesbæ eru gerendur.

Íslandsbanki er í útrásargír og lýgur og blekkir í stíl við 2007. Það sem rennir stoðum undir það að Íslandsbanki sé gerandi í málinu og beinlínis leitað uppi kanadíska auðmanninn er að sá kanadíski hefur ekki komið nálægt jarðvarmavirkjunum áður. Hann er viðurkenndur raðbraskari.

Íslandsbanki, með orkugangsterinn Árna Magnússon fyrrum ráðherra í broddi fylkingar, var búinn að finna aðra útlendinga með sér í orkuspilið fyrir tveim árum. Þeir hættu við. Meðhlauparinn er sá sami núna og þá, Ásgeir Margeirsson sem var forstjóri Geysis Green en stýrir núna íslensku deild sænska skúffufyrirtækisins.

Það þarf vænan skammt af valkvæðri heimsku til að sjá ekki í gegnum Magma-lygina um kaupin á HS Orku.  Í hvaða liði er Jóhanna Sig. annars?


mbl.is Forsætisráðherra vill skoða takmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæl manna heilastur! Samfylkingin ætlar ekki almenningi að lifa af þessar hörmungar sem yfir hafa gengið. Jóhann situr ekki lengi úr þessu.

Verst er þó að e-ð af stuttbuxnaliðinu innan D sagðist ekker sjá athugvert við þetta. Burt með þetta lið!

Hruturinn (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Forsætisráðherra leppstjórnarinnar verður náttúrulega bara að hlýða AGS.  Einsog hún er búin að lofa honum í nýjasta "Letter of intend."  Magma er bara byrjunin.  Og kjaraskerðingarnar eru bara byrjunin.  Svo kemur að sjávarauðlindum þjóðarinnar og öðrum orkufyrirtækjum, sem enn eru í almannaeigu.  Og seinna kemur að einkavæðingu heilbrigðis- og menntakerfisins, sem og annarri samfélagsþjónustu.  Sannaðu til, það kemur að því!  Saga AGS, og leppstjórna hans, er ólygnust um hvað er hér að gerast!

Auðun Gíslason, 28.5.2010 kl. 17:45

3 identicon

Alveg rétt en stórhluti Sjálfstæðismanna er líka flækt í þetta Magma dæmið og er Bæjarstjóri Reykjanesbæjar þar fremstur í flokki.Eitthvað vantar í púsluspilið og grunar maður að það sé nafn Bjarna Ármannsonar frekar en Jóns Ásgeirs eða nafn þeirra beggja?

Raunsær (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 19:32

4 identicon

Vonandi læra landsmenn af öllum þessum heimatilbúnu hörmungum sem landráðafólk hefur búið til hér, að kynvillingar meiga aldrei koma nálægt stjórnmálum

það hafa aðrar þjóðir lært af biturri reynslu, og gæta vel, að geti ekki gerst

Robert (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband