Steinunn Valdís stækkar, Gulli minnkar

Steinunn Valdís tekur skrefið sem er rökrétt í framhaldi af umræðu í samfélaginu um að þeir sem þáðu útrásargull í óhófi til að fjármagna prófkjörsbaráttu segi af sér trúnaðarstöðum. Steinunn Valdís sótti hvað stærstu fjárframlögin til útrásaraðila og geldur fyrir það.

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra var enn djarftækari. Guðlaugur Þór hafði milligöngu um hreint og klárt mútufé sem skæðustu útrásarauðmennirnir báru á Sjálfstæðisflokkinn til að liðka fyrir aðgangi að eigum almennings.

Guðlaugur Þór hefur nokkrar mínútur til að sýna sig mann eða mús.


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hans tími er liðinn og það er langt síðan

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gefum Guðlaugi klukkutíma! Borgin er í húfi. Samfó hefur fært sína fórn, röðin er komin að Sjöllum.

Kolbrún Hilmars, 27.5.2010 kl. 18:07

3 identicon

Hún sagði ekki af sér. Hún var rekin!

Jónsi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:50

4 identicon

Og Dagur situr uppi með Svarta Pétur.

Degi er ekki lengur sætt. Hann er í nákvæmlega sömu stöðu.

Annað er kynjamisrétti í Samfó!

hm (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 19:28

5 identicon

Guðlaugur fyrst.

Svo Gísli Marteinn.

Og auðvitað Dagur, hann er ofurstyrkþegi.

Við viljum alla styrkþegana BURT.

Og braskarana Össur og Árna Þór.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 21:15

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Var ekki sala sumra á Spron eða Byrbréfum

bara óbein og frekar ógeðfelldur "styrkur úr innanhússbankaráni"

fyrir tugi milljóna??

Eru það ekki stæstu og ógeðfelldustu styrkirnir?

Kristinn Pétursson, 28.5.2010 kl. 02:02

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svo er  röðin komin að bloggskrifurum,sem þyggja styrki. ( ekki er þessari ath.semd beint að þér,enda skrif þín laus við einsleitni)´Svo sjálfselsk er ég að verð að upplýsa Pál um það.langar ekki að verða hent út af hans bloggi´. Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2010 kl. 04:30

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn það er rétt hjá þér enda viljum við losna við þá sem frömdu þann gjörning!

Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband