Magma eignast orkuna með íslensku skattfé

Íslandsbanki, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og aðrar viðskiptafélagar Magma seldu Ross Beaty forstjóra sænsk-kanadíska skúffufyrirtækisins viðskiptahugmynd sem ekki var hægt að tapa á - nema maður væri íslenskur skattgreiðandi.

Þær fáu krónur sem Magma kemur með inn í landið eru aflandskrónur þar sem hver evra og dalur kaupir helmingi fleiri krónur en í gjaldeyrisviðskiptum hér heima. Skattfé almennings er notað til að halda genginu uppi og það er lögbrot að kaupa krónur á aflandsmarkaði. Afganginn fær Magma lánað, m.a. hjá bæjarstjóranum í Reykjanesbæ, Árni Sigfússyni, sem er sérstaklega flinkur fjármálamaður eins og sést á veðbókarvottorði húseignar hans.

Sjónhverfingarnar í kringum Magma verða æ furðulegri og skömm ríkisstjórnarinnar meiri að koma ekki í veg fyrir gjörning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eru "aflandskrónur" eiginlega ?  Ansi fínt heiti á lögbrotum; brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti.  Á mínu máli eru þetta hrein og klár fjársvik.  Íslendingum hefur gengið mjög illa á að átta sig á því að karlmenn sem klæddir eru í svört jakkaföt , hvíta skyrtu og með silkibindi geti verið afbrotamenn, þjófar. 

Og hvenær ætlar Ríkisskattstjóri eða þar til bært yfirvald að leggja fram ákæru vegna þessa og annara refsiverðra gjörninga af sama meiði  ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband