Magma eignast orkuna með íslensku skattfé

Íslandsbanki, Arni Magnússon, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og aðrar viðskiptafélagar Magma seldu Ross Beaty forstjóra sænsk-kanadíska skúffufyrirtækisins viðskiptahugmynd sem ekki var hægt að tapa á - nema maður væri íslenskur skattgreiðandi.

Þær fáu krónur sem Magma kemur með inn í landið eru aflandskrónur þar sem hver evra og dalur kaupir helmingi fleiri krónur en í gjaldeyrisviðskiptum hér heima. Skattfé almennings er notað til að halda genginu uppi og það er lögbrot að kaupa krónur á aflandsmarkaði. Afganginn fær Magma lánað, m.a. hjá bæjarstjóranum í Reykjanesbæ, Árni Sigfússyni, sem er sérstaklega flinkur fjármálamaður eins og sést á veðbókarvottorði húseignar hans.

Sjónhverfingarnar í kringum Magma verða æ furðulegri og skömm ríkisstjórnarinnar meiri að koma ekki í veg fyrir gjörning.


mbl.is Magma á helming í Búlandsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir því sem á undan er gengið í þessu spillingasamfélagi,  kæmi mér ekki á óvart, að þessi Ross Beaty væri leppur fyrir íslenska útrásarvíkinga.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 13:40

2 identicon

ég pósta þetta áfram á Facebook á 1600 manns. áhugaverður punktur

Egill Sæbjörnsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 15:10

3 identicon

Sæll Páll,

Það er ekki einungis HS Orka sem Magma var að kaupa því HS Orka á eignarhluti í öðrum orkufyrirtækjum hér á landi. Til að mynda á Magma núna 33,84% hlut í Bláa Lóninu eftir kaupin á HS Orku.

Hannes (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband