Sunnudagur, 23. maí 2010
Ríkisstjórnin sker sjálfa sig niður
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er umsetin og fær engan skilning í samfélaginu. Niðurskurðurinn sem ríkisstjórnin er búin að lofa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að framkvæma verður gerður í hatrömmum átökum. Almenni vinnumarkaðurinn logar, háskólamenn bíta í skjaldarrendurnar og opinberir starfsmenn eru þungbrýndir.
Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin færa enga með sér er að vegferðin er án fyrirheits. Hvorki Jóhanna né Steingrímur J. hafa útskýrt fyrir fólki að tímabundnar fórnir munu skila árangri. Fyrst eftir hrun samþykkti almenningur skattahækkanir og knappari kjör út á neyðarsjónarmið. Þegar líður frá hruninu er spurt um hvaða framtíð ríkisstjórnin býður upp á. Össur utanríkisráðherra talar fyrir Brussel-ferð en margstaðfest er að þjóðin vilji ekki þann leiðangur. Að öðru leyti stendur ríkisstjórnin á gati.
Niðurskurðurinn sem blasir við er tilgangslaus í augum þjóðarinnar. Krafan um að ríkisstjórnin víki verður háværari á næstu vikum og mánuðum.
Athugasemdir
Hver veit hvert stjórnin stefnir? Þegar hver ráðherra er eins og smákóngur og verkstjórinn í felum þá getur enginn sagt þjóðinni hvert skútan stefnir eða hvernig ferðin muni hugsanlega ganga. Utanþingsstjórn er það sem þarf núna. Þetta lið sem nú er við völd er gjörsamlega hugmyndasnautt og gerir meira ógagn en gagn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.5.2010 kl. 12:37
Þau skulu frá Páll,þau eru búin að gera nógar skammir af sér.
Þórarinn Baldursson, 23.5.2010 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.