Ríkisstjórnin sker sjálfa sig niđur

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er umsetin og fćr engan skilning í samfélaginu. Niđurskurđurinn sem ríkisstjórnin er búin ađ lofa Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum ađ framkvćma verđur gerđur í hatrömmum átökum. Almenni vinnumarkađurinn logar, háskólamenn bíta í skjaldarrendurnar og opinberir starfsmenn eru ţungbrýndir.

Ástćđan fyrir ţví ađ ríkisstjórnin fćra enga međ sér er ađ vegferđin er án fyrirheits. Hvorki Jóhanna né Steingrímur J. hafa útskýrt fyrir fólki ađ tímabundnar fórnir munu skila árangri.  Fyrst eftir hrun samţykkti almenningur skattahćkkanir og knappari kjör út á neyđarsjónarmiđ. Ţegar líđur frá hruninu er spurt um hvađa framtíđ ríkisstjórnin býđur upp á. Össur utanríkisráđherra talar fyrir Brussel-ferđ en margstađfest er ađ ţjóđin vilji ekki ţann leiđangur. Ađ öđru leyti stendur ríkisstjórnin á gati.

Niđurskurđurinn sem blasir viđ er tilgangslaus í augum ţjóđarinnar. Krafan um ađ ríkisstjórnin víki verđur hávćrari á nćstu vikum og mánuđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hver veit hvert stjórnin stefnir? Ţegar hver ráđherra er eins og smákóngur og verkstjórinn í felum ţá getur enginn sagt ţjóđinni hvert skútan stefnir eđa hvernig ferđin muni hugsanlega ganga. Utanţingsstjórn er ţađ sem ţarf núna. Ţetta liđ sem nú er viđ völd er gjörsamlega hugmyndasnautt og gerir meira ógagn en gagn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.5.2010 kl. 12:37

2 Smámynd: Ţórarinn Baldursson

Ţau skulu frá Páll,ţau eru búin ađ gera nógar skammir af sér.

Ţórarinn Baldursson, 23.5.2010 kl. 19:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband