ESB efast um forystu Samfylkingar

Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir Evrópuþingið um umsókn Íslands er bent á veikleika í forystu Samfylkingarinnar til að vinna að framgangi stjórnarmála. Skýrslan er dagsett 17. maí og ekki ætluð til dreifingar.

Í skýrslunni segir að kannanir sýni að Vinstri grænum vaxi ásmegin en Samfylkingin tapi fylgi. Bent er á að margir efist um það hversu hæf forysta Samfylkingarinnar sé til að leiða ríkisstjórnina. Orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar eru ekki tilfærð en hún vakti athygli á forystuleysi í Evrópumálum.

í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar er talið að borgarstjórnarkosningarnar eftir rúma viku muni sýna hversu vel Samfylkingin stendur meðal þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að flest hugsandi fólk efist um forystu samfylkingarinnar í öllum málum. samfylkingin er nú að reyna að toppa Besta flokkinn í gríninu með einhverju sem þeir kalla vekjum Reykjavík ég held að herferðin ætti frekar að heita vekjum samfylkinguna. Forustumenn samfylkingarinnar töluðu mikið um lýðræði og vilja fólksins fyrst eftir að helferðarstjórnin var stofnuð, en nú er eins og vilji fólksins í landinu skipti engu máli í landsmálunum. Þó að varaformaðurinn og hans slekti í Reykjavík komi til með að sýna vilja kjósenda mikin áhuga í rúma viku héðan í frá.

Hreinn Sigurðsson, 19.5.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott ef ráðamenn í Brussel eru farnir að átta sig á getuleysi Samfylkingarinnar. Það er hinsvegar misskilningur hjá þeim að styrkur hennar muni mælast í komandi sveitastjórnarkosningum. Það má kannski segja að í stæðstu sveitarfélögunum megi sjá einhverja fylgni milli fylgis stjórnmálaflokkana, en á landsvísu er útilokað að setja samasem merki þar á milli. Víðast hvar um landið snúast sveitastjórnarkosningar ekki um flokkapólitík heldur persónur og það traust sem þær hafa til að vinna að málefnum viðkomandi sveitafélags.

Hitt væri gaman að sjá, ef ESB neitaði viðræðum vegna lélegrar stjórnunar Samfylkingar.

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband