500 m.kr. sóað í ónýta stjórnmálaflokka

Ríkisframlag til stjórnmálaflokka á alþingi er um hálfur milljarður króna. Kjósendur eru í uppreisn gegn þessu flokknum enda almennt mat að þeir þjóni ekki hagsmunum almennings. Stóru spillingarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin, standa keikir og neita að taka til í eigin húsi. Framsóknarflokkurinn líður fyrir fortíð sína.

Vinstri grænir, sem eiga að heita óspilltir, eru aumingjar til verka, samanber Magma-málið. Ríkisframlag til stjórnmálaflokka er réttlætt með því að flokkarnir eru vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Á umliðnum árum breyttu flokkarnir sér í markaðstorg þar sem væntanlegir þingmenn og borgarfulltrúar seldu sig auðmönnum.

Þegar það liggur fyrir að starfandi stjórnmálaflokkar standa ekki undir nafni er himinhrópandi að þeir leysi til sín hálfan milljarð króna af opinberu fé. Vel að merkja eru þessir fjármunir til viðbótar við launakostnaðinn að halda upp 63 þingmönnum starfsliði fyrir þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir styrkir eru með öllu óviðeigandi í ljósi þess sem skeð hefur hér á síðustu árum. Forsendurnar eru brostnar. Stjórnmálamönnum ber að standa vörð um hagsmuni almennings, þeirra sem kusu þá og gáfu þeim þar með umboð og vald. 

Eðlilegt og sanngjarnt er að krefja þá flokka sem hafa þegið mútur frá ömurlegum féflettingar- og loftbólufélögum óreiðumanna um endurgreiðslu á þessum milljörðum sem þeir hafa tekið úr vasa launafólks hér á landi. Og minnst 10 ár aftur í tímann, takk fyrir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 18:13

2 identicon

Páll.

Gleymdu ekki Árna Þór Sigurðssyni sem hagnaðist gífurlega á BRASKI með bankabréf sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar.

Hermt er að hann hafi flutt gróðann af BRASKINU úr landi.

VG ver þennan spillta mann.

Flokkurinn er einnig spilltur.

Samsekur.

Karl (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband