Sunnudagur, 16. maí 2010
Útrásarliðið komið í orkuna
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, kúlulánamaðurinn Árni Sigfússon, og fyrrverandi ráðherra spillingarliðsins, Árni Magnússon, sem fer fyrir útrásarteymi Íslandsbanka, eru um það bil að selja HS-Orku í hendur á sænsku skúffufyrirtæki sem rekið er af braskara.
Suðurnesjamenn og aðrir sem kaupa orku af HS-Orku munu í framtíðinni þurfa að greiða sérstakan skatt sem myndar hagnað sænska skúffufyrirtækisins.
Eymd og volæði íslenskra stjórnvalda er uppmálað í þessu sorglega aðgæsluleysi um almannahagsmuni.
Athugasemdir
Þetta er grátlegt!
Hvað þarf til að stöðva þessa menn? Hvar er lögreglan? Þetta er hrein og bein að almenningi að svipta fólk lífsbjörginni fyrir skammtíma arð.
TH (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 13:25
Mér finnst rangt að tala um eymd og volæði íslenskra stjórnvalda. Aðgæsluleysi þeirra verður ekki útskýrt öðru vísi en með hlutdeild og hagnaði.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 13:27
Sjáðu hvernig konan talar sem er í stjórn. Hún segir að "betra hefði verið að hér á landi væru lög sem vörnuðu því að auðlindir landsins kæmust í eigu erlendra fyrirtækja."
http://www.ruv.is/frett/salan-sorgartidindi-fyrir-thjodina
Af hverju gerir hún ekki neitt? Getur stjórnin ekki sett bráðabirgðalög?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 14:20
Þetta mun verða upphafið að endalokum okkar- sem frjáls þjóð.
Hinir fylgja á eftir með sölu á því sem eftir.
erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 16.5.2010 kl. 15:33
Suðurnesjamenn geta hætt að skipta við HS Orku hvenær sem er og keypt rafmagn af OR eða öðrum á markaði. Það ríkir frjáls samkeppni í orkusölumálum og hefur gert um nokkra hríð.
Að auki er auðlindin ekki í þeirra eigu heldur í opinberri eigu. Einungis er um að ræða að orkuverið sem nýtir auðlindina sé í einkaeigu.
Það er mikilvægt að hafa staðreyndirnar á hreinu áður en kynnt er undir æsifréttum sem þessum með tilheyrandi lýðskrumi.
Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 16:22
Sjálfseyðingarhvötin ríður ekki við einteyming.
Þó er ekki laust við að sama " vonda bragðið" komi í munninn, þegar hugsað er til þess að Finnur Ingólfsson og slekti hans skuli fá átaks- og áhættulausar tekjur af orkumælum í húsbýlum Íslendinga. Og er hann ekki líka með einhverjar svipaðar "leti" tekjur vegna lögbundinnar bifreiðaskoðunar bifreiða á Íslandi, sem er ekkert annað en auka skattskylda á bifreiðaeigendur og tíðkast varla hvergi í siðmenntuðum löndum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.5.2010 kl. 16:51
Ég er fæddur og uppalinn suðurnesjamaður og það er grátlegt hvernig þeir fá að rústa Reykjanesbæ óáreittir.
Friðrik Jónsson, 16.5.2010 kl. 18:09
Í fréttum í kvöld,var sagt frá því að eigendur Hs-Orku hefðu einkaleyfi í því að leita eftir meiri orku næstu 45 árin á suðurnesjum,.Þá er spurningin verður það alfarið Magma sem það fær.?
Númi (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 23:02
Hvernig geturðu álasað Reykjanesbæ og Árna Sigfússyni þegar það er GGE eða réttara sagt bankinn sem á það sem er að selja Magma þennan hlut? Afhverju tók ekki Ríkisstjórnin til sinna mála og gætti þess að GGE færi ekki í eigu áhættufjárfesta sem eiga bankann? Reykjanesbær varði veituhlutann í Hitaveitunni með því að eignast meirihlutann þar þ.e. í HS Veitu. Þá höfðu öll önnur bæjarfélög sem áttu hlut í HItaveitu Suðurnesja selt sinn hlut hæstbjóðandi og var nokkuð sama hver keypti. Reykjanesbær hefur ekki bolmagn til þess að halda eitt sjó í þessu máli.
Þá er ekki verið að selja auðlindina heldur nýtingarréttinn til einhverra ára.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.5.2010 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.