Sunnudagur, 16. maí 2010
Stórveldadraumar ESB
Sérfræðinganefnd Evrópusambandsins, skipuð m.a. Gonzales fyrrum forsætisráðherra Spánar, Walensa fráfarandi forseta Póllands, Jorma Ollila fyrrv. forstjóra Nokia o. fl., skilaði núna í maí skýrslu um framtíðarsýn ESB til ársins 2030. Í stuttu máli segir skýrslan, sem aðeins er 46 bls. og þess virði að lesa, að hraða verði samrunaþróun Evrópu ef álfan á ekki að missa stöðu sína á vettvangi alþjóðastjórnmála.
Meðal þess sem nefnt er í skýrslunni að þurfi að setja undir yfirþjóðlegt evrópskt vald er efnahags- og skattamál, orkuauðlindir og efla þurfi hernaðarmátt ESB og samræma betur utanríkisstefnu. Áhugi ESB á norðurslóðum er staðfestur.
Skýrslan dregur upp þá mynd af ESB að stöðugt nánara samstarf með tilheyrandi miðstýringu er forsenda fyrir tilveru sambandsins. Evrópusambandið getur ekki fundið sér jafnvægisstöðu og lýst yfir að markmiðum sambandsins sé náð; um frekara samstarf verði ekki að ræða.
Brussel stefnir að stórveldasamfélagi þar sem ESB ásamt Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi stjórna heiminum.
Athugasemdir
Þetta er bara hræðilegt.
Bara skelvilegt.
Og svo er verið að sæka um að vera innlimað í svona skrímsli skriffinnana....
Það er svo sem gott að það er komið ansi vel í ljós hversu gott það er að vera ekki hluti af þessu stjórnlagabákni...
Jón Ásgeir Bjarnason, 16.5.2010 kl. 10:38
"Europe combines the demographic extremes of very high life expectancy and very low fertility. In most EU Member States, life expectancy - currently 75 years for men and 82 for women on average – is set to increase by an additional 15 to 20 years in the course of this century. With women giving birth to 1.5 children on average, and more and more women foregoing children altogether, Europe's population is ageing and its nativeborn labour force declining. Bearing in mind Europe’s current average retirement age (62 years for men and just over 60 for women), in the absence of compensatory policies, in the next 40 years Europe’s support ratio will deteriorate sharply, leaving four contributing workers to support every three retired people. Urgent action is needed to counterbalance these negative trends." (Bls. 23) Hópurinn vill taka í taumana strax. Hvað skyldi nú taka langan tíma að breyta fæðingartíðni svo einhverju nemi? 20 ár? 30 ár? Lengur? Þá verður vandamálið alveg gjörsamlega óviðráðanlegt. Síðan er ljóst að í flestum löndum er ekkert pólitískt þrek til að taka á eftirlaunaaldrinum. Í Danmörku eru flestir flokkar sammála um að hrófla ekki við Folkepensionen, sem allir vita að ríkið mun ekki standa undir til langframa. Það er hægt að ímynda sér hversu auðveldar slíkar breytingar eru í löndum þar sem meirihluti kjósenda er kominn á miðjan aldur. Menn geta því dundað sér við að semja svona skýrslur en það mun engu breyta. Það er því alveg ótrúlegt að sæmilega gefið fólk skuli vilja troða Íslandi þarna inn.
Baldur (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:41
Council of Europe (wiki) er ekki ESB. Þetta myndiru vita ef þú hefðir fyrir því að kanna málin og bulla minna. Íslendingar eru aðildar að CoE og hafa verið það síðan árið 1950 og þykir það sjálfsagt mál.
Það er ekki nema von að það komi ekkert nema hrein della frá ykkur andstæðingum ESB ef þið þekkið ekki CoE frá ESB.
Jón Frímann Jónsson, 16.5.2010 kl. 11:07
Núna ruglaðist ég, og biðst afsökunar á því. Það hinsvegar breytir ekki neinu í afstöðu minni til bullsins sem kemur frá andstæðingum ESB á Íslandi og annarstaðar.
Jón Frímann Jónsson, 16.5.2010 kl. 11:10
Guði sé lof fyrir Jón Frímann.
Baldur (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.