Eftirhrunspólitík með afneitunarívafi

Þorsteinn Pálsson og fleiri ESB-sinnar sjá fyrir sér nýja samstjórn S-flokkanna. Þorsteinn skrifar reglulega pistla  í Fréttablaðið og ólíkt flestum sem skrifa um íslensk stjórnmál hefur Þorsteinn ekki í frammi kröfu um endurnýjun íslenskra stjórnmála.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stóðu saman hrunvaktina og eru með útrásarlík í lestinni. Engin leið er fyrir þessa flokka að starfa saman í bráð, enda Sjálfstæðisflokkur skaðbrenndur frá fyrra samstarfi.

Það er til marks um hve aðildarsinnar eru fastir í fortíðinni að þeir helst endurtekningu á samstarfi hrunflokkanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nennir virkilega einhver að lesa pistla leigupenna Fréttablaðs og Mogga...? Því miður má deila um hvort blaðamennska er enn til staðar í þessu blessaða landi okkar..... En minnigargreinarnar í Mogganum standa þó fyrir sínu.

Ómar Bjarki Smárason, 15.5.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samstarfi þessara flokka lauk fyrst og fremst vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar sáu að sjálfstæðismenn voru ekki á þeim buxunum að taka stefnuna á Evrópusambandið. Síðan hefur andstaðan við inngöngu í sambandið bara aukizt innan Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Capacent um Evrópumálin í marz sl. myndu 78% kjósenda flokksins segja nei við inngöngu í þjóðaratkvæði.

Vísbendingar eru um að andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið sé jafnvel enn meiri hjá flokksbundnum sjálfstæðismönnm, t.d. það að þegar fylgið hrundi af Sjálfstæðisflokknum í kjölfar bankahrunsins jókst andstaðan samhliða því verulega við inngöngu hjá þeim sem í skoðanakönnunum sögðust kjósa flokkinn.

Svo má til gamans rifja upp ummæli Þorsteins Pálssonar í Morgunblaðinu 12. marz 1994 um að innganga í Evrópusambandið þjónaði ekki hagsmunum okkar Íslendinga. Innganga þýddi að við misstum yfirráðin yfir auðlindum Íslandsmiða og það kæmi ekki til greina. Síðan sagði hann: „Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði.“

Nú er hann víst reiðubúinn að gefa eftir yfirráðin yfir miðunum í kringum landið og sjálfstæði landsins samkvæmt hans eigin orðum sem vitanlega eru hárrétt nálgun á málinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.5.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir geta kannski starfað saman þegar búið er að skipta út mannskapnum báðu megin. Skrif Þorsteins hafa alltaf yfirbragð hins lífsþreytta lærdómsmanns sem vissulega lærði kenningarnar í skóla en var alltaf ófær um að lifa og starfa samkvæmt þeim. If you can´t do it, teach it.

Baldur Hermannsson, 15.5.2010 kl. 22:18

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hafi þeir fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokks sem voru handgengnir ESB aðild orðið kjósendur Samfylkingar þá þarf það ekki að þýða að andstæðinur ESB aðildar innan flokksins hafi aukist heldur gæti hlutfallið einfaldlega hafa raskast vegna flótta ESB sinna frá flokknum.... Prósentur geta nefnilega stundum verð varasamar og auðvelt að hagræða sannleikanum með tilvísun í prósentur.....!

Ómar Bjarki Smárason, 15.5.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst Baldur vega ómaklega að Þorsteini. Þó hann hafi tapað fyrir Davíð þýðir það ekki að hann hafi haft rangt fyrir sér. Winner takes it all mentalítetið er bara gilt í íþróttum þangað til menn eru vísir að misnotkun lyfja.

Þorsteinn hefur komið mér á óvart að mörgu leyti enda skil ég afstöðu hans til ESB mæta vel. Hins vegar tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekkert erindi í stjórmál framar ferkar en Framsókn. Þessir tveir flokkar verða einskonar djöfull að draga í framtíðinni. Leiðinlegir og sjálfumglaðir og heimskir. Þorsteinn fær ekkert prik fyrir að styðja þá.

Gísli Ingvarsson, 15.5.2010 kl. 23:08

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar, við erum að tala um skoðanakannanir sem gerðar voru fyrst eftir bankahrunið þegar margir töldu að Sjálfstæðisflokkurinn væri jafnvel að fara að skipta um stefna gagnvart Evrópusambandinu. Þess utan jókst fyrst og fremst fylgi vinstri-grænna á þessum tíma en ekki Samfylkingarinnar. Gera verður einfaldlega ráð fyrir að lausafylgi Sjálfstæðisflokksins hafi einkum hrunið af honum á þessum tíma en flokksbundnir sjálfstæðismenn hafi fyrst og fremst haldið tryggð við hann.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.5.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband