Kostnaður við ESB-umsókn er falinn

Kostnaður við ESB-umsókn Samfylkingar og eins eða tveggja þingmanna Vg er vantalinn, bæði beinn útlagður kostnaður og óbeinn kostnaður af töpuðum viðskiptatækifærum og álitshnekki sem þjóðin verður fyrir. Beinn útlagður kostnaður leggst á mörg ráðuneyti og undirstofnanir.

Samfylkingarráðherrar reyna hvað þeir geta að fela kostnaðinn með því að telja ekki fram ferðakostnað vegna umsóknarinnar og aðeins hluta af þeim tíma starfsmanna sem vinna á þágu samfylkingarstefnunnar.

Töpuð viðskiptatækifæri, t.d. vegna fríverslunarsamninga við önnur ríki sem hafa verið sett á ís, eru ekki talin fram af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá er ótalinn kostnaður sem þjóðin verður fyrir þegar það rennur upp fyrir Evrópusambandinu að umsóknin er samfylkingarhrekkur - bjölluat - sem ærlegir stjórnmálaflokkar þvo hendur sínar af.

Gunnar Bragi Sveinsson vinnur þarft verk að upplýsa hluta af  þeim kostnaði sem hlýst af stjórnarsetu Samfylkingarinnar.


mbl.is Spyr um kostnað við ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er risastór teketill gæddur yfirnáttúrulegum kröftum falinn bak við sólina frá jörðinni séð. Því til sönnunar þá má nefna að hann er á nákvæmlega sama sporbaug og jörðin og sama hraða, en bara akkúrat hinum megin sólar.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:00

2 identicon

ESB veldið er að liðast í sundur vegna gjaldþrota banka og fleira vegna Grikklands og þess vegna á ekki að eyða meira fé í þetta að sinni.

Hollendingar ætla ekki að styðja umsóknina hvort eð er fyrr en Icesafe er frágengið en þar steytir heldur betur á steyni því bankahrun vegna kerfisvillu er allt annað en þjófnaður eigenda bankanna og því eer ekki hægt að rukka þjóðina til að endurgreiða þýfi en enginn í ríkisstjórninni skilur þetta og ekki einu sinni styjórnarandstaðan.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleymum svo ekki kostnaðinum við inngönguna. Breytingum á lögum og samræming við þau í öllum hugsanlegum birtingarmyndum ofl. Bara myntskipti kosta nokkur hundruð milljarða og man ég að sjálfur viðskiptaráðherrann talaði um það í fyrirlestri í háskólanum, áður en hann varð innvígður að bara sá bitit gæti sett okkur endanlega á hausinn.

Gleymum því ekki að þessi umkipti eru aðal átæðan fyrir óförum Grikkja ofl.

Þessa umsókn verður að draga til baka nú þegar og ekkert er mikilvægara fyrir stjórnarandstöðuuna, en að stoppa þessa vitleysu.  Hvað eru menn að pæla þarna á þingi? Eru þeir of uppteknir við að verja eigið rassgat í kjölfar skýrslunnar, til að vinna þjóðinni gagn? 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband