Föstudagur, 14. maí 2010
Vitorðsmenn Jóns Ásgeirs í íslenskum bönkum
Jón Ásgeir Jóhannesson er knúinn til að segja af sér stjórnarsetu í erlendum verslunarkeðjum. Á sama tíma veitir Arion banki Jóni Ásgeiri og fjölskyldu heimild til að stýra verslunarveldinu Högum sem fer með fákeppnisvald á íslenskum matvörumarkaði. Landsbankinn leyfir Jóni Ásgeiri að fara með forræði 365-miðla.
Jón Ásgeir launar ofeldið með því að breyta fákeppishagnaði Haga í auglýsingafé fyrir 365-miðla. Jafnframt eru fyrirtækin bæði notuð til að fjármagna einkaneyslu Jóns Ásgeirs. Íslenskur almenningur er látinn borga brúsann.
Vitorðsmenn Jóns Ágeirs í Arion banka og Landsbankanum starfa í skjóli ríkisstjórnarinnar sem leggur línurnar fyrir endurreistu bankana. Vitorðsmennirnir þjónusta Jón Ásgeir á meðan þeir skynja að það sé gert með velþóknun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er algjörlega kristalklárt og hárrétt hjá þér Páll.
Merkilegt er að fjölmiðlar skuli ekki sýna þessum grundvallarspurningum neinn áhuga.
Hvers vegna þegja þingmenn?
Getur verið að JÁJ njóti verndar "styrkþeganna"?
Hvers vegna er ekki fjallað um þá staðreynd að stór hluti íslensku stjórnmálastéttarinnar þáði peninga af glæpamönnum sem hér frömdu stærsta þjófnað í sögu Vesturlanda?
Hefur þú svör við þessu, Páll?
Getur verið að viðbjóðurinn sé miklu, miklu meiri og að stjórnmálamenn geri allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að hann komi upp á yfirborðið?
Karl (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 10:54
Hvað er málið með Björgólfana og Landsbankann það er bara ekkert talað um þá feðga,er Björgólfur Thor bara duglegur heiðarlegur strákur sem kann á bisniss´??
Friðrik Jónsson, 14.5.2010 kl. 11:06
Ég held að "viðbjóðurinn" sé svo mikill að hann þoli vart dagsins ljós. Ísland er langspilltasta land hins vestræna heims og þó víðar væri leitað. Þetta er keppni um það hver geti svindlað og stolið mest. Þar fara stjórnmálamenn fremstir í flokki og af skiljanlegum ástæðum er þeim ekki vel við að of mörgum steinum sé velt við.
Líklega var mesta sukkið hjá Landsbankanum en það hefur ekkert komið frá skilanefnd eða slitastjórn bankans. Hvað veldur? Er þetta fólk að vinna vinnuna sína eða bara, eins og marga grunar, að þyggja 3 milljónir á mánuði fyrir að gera lítið sem ekkert eða í versta falli að verja annarlega hagsmuni? Sömu sögu má segja um skilanefnd og slitastjórn Kaupþings. Það er full ástæða til þess að fara að rannsaka störf þessara aðila.
Spillingin heldur áfram af fullum krafti, svo mikið er víst.
Guðmundur Pétursson, 14.5.2010 kl. 11:51
Af hverju þarf alltaf að blanda bjöggunum í mál sem fjalla um jón ásgeir og jóni í mál sem tengjast bjöggunum ?
bjöggarnir verða teknir út, ekki spurning. En núna er verið að taka jón í gegn.
Eitt mál í einu.
Hættið þessum sandkassaleik og hættið að hleypa umræðunni upp með pólitískum tengingum um allt mögulegt.
Allir hljóta að vera ánægðir með að hjól réttlætisins séu farin að rúlla, er það ekki ??
runar (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:53
Svo er nú áhugavert að áhugavert að velta fyrir sér hvernig ákveðnir lögfræðingar virðast vera "óbeinir áskrifendur" að almannafé í gegnum það að verja auðvisana. Það má alla vega velta fyrir sér hvaðan peningarnir komu sem fóru í að verja JÁJ og fleiri þegar ríkið reyndi að fá Baugsfjölskylduna dæmda fyrir skattsvik. Og nú er sviðuð staða upp varðandi fyrrum stjórnarformann Kaupþings, eða þannig gæti það litið út ef það er rétt að Kaupþingsmenn hafi oftekið fé úr bankanum. Sé það rétt má e.t.v. halda því fram að það ofurlögfræðingurinn í London sé á launum hjá íslenskum almenningi en ekki stjórnarformanninum fyrrverandi.... En það er náttúrlega eitthvað ef í þessum meðan mál eru ekki til lykta leidd...eða hvað....?
Ómar Bjarki Smárason, 15.5.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.