Þriðjudagur, 11. maí 2010
Samfélag glæpamanna
Útrásarsamfélagið íslenska var fámennt og löngu komið yfir það að fara á svig við reglur þegar hrunið varð. Skipulegur og einbeittur brotavilji kom fram í viðskiptum með hlutbréf og heil rekstarfélög þar sem all nokkrir aðilar komum sér saman um að handstýra verðmætum sem í orði kveðnu áttu að lúta markaðslögmálum. Almenningur var féflettur með þessum hætti.
Glæpahjörðin hér heima réð lögum og lofum í stjórnmálum og fjölmiðlum. Þegar glæpakúltúr verður ríkjandi er ónauðsynlegt að beita grófum ógnunum; fólk veit hvað til síns friðar heyrir og vill ekki verða sett út af sakramentinu.
Útrásin stóð yfir í tæpan áratug. Álíka tími mun fara í að gera upp sakirnar og ná áttum.
Skipulögð glæpastarfsemi Kaupþingsmanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi verður hegningarlagabálkurinn endurskoðaður með það í huga að herða á refsingum og beita fyllstu harðýðgi í garð brotamanna.
Umfangsmiklar nýbyggingar á vegum Fangelsismálastofnunar gætu orðið lyftistöng í atvinnumálum. Eðlilegt markmið á því sviði er að alla dæmda brotamenn og gæsluvarðhaldsfanga sé hægt að hýsa á sama tíma í fangelsi. Þar með væri ekki lengur "þörf" á "úrræðum" eins og "helgarfríum" og "samfélagsþjónustu" fyrir þá sem ekki eiga slíkt skilið.
Bráðabirgðalausn til skamms tíma yrði þó líklega að færa gaddavírsgirðinguna utan um Litla-Hraun 20 metrum utar en nú er og koma fyrir svo sem 200 kúlutjöldum innan hennar.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:47
Eru vinnubúðir Bechtel austur á Reyðarfirði ekki óseldar ennþá? Það má bara girða þær vel af og hýsa þar slyndru af útrásarglæpamönnum, held að þetta sé fullgott fyrir þá.
Tarfur (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:07
rétt. mér finnst að ísland sé því miður glæpasamfélag það sést best á því að virðing fyrir lögreglu og dómstólum er engin og í annan stað þá er vinnsla og eftirfylgni mála fyrir neðan allar hellur. auðvitað finnst mörgum glæpamanninum ekkert að því að brjóta af sér vegna þess að hann veit sem svo að dómurinn sem hann hlýtur er hlægilegur, þetta er eitthvað sem þarf að laga. þess vegna þarf að fara í gegnum allan lagabókstafinn eins og hann leggur sig til að herða lagaramma og gera það þannig að fólk hugsi sig tvisvar ef ekki oftar um það að brjóta af sér.
þórarinn (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:08
Og munum að átak í séreignarlífeyrissparnaði fór af stað þegar bankarnir voru komnir í krísu 2005/2006. Var markmiðið að millifæra þennan sparnað frá ríki og almenningi yfir til glæpalýsðins?
Myntkörfurnar flestar eru líka stofnaðar á þessum tíma, þegar bankakerfið er komið í veruleg vandræði og útlit fyrir þroti.
Dísa (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.