Samfylkingin sekkur með evrunni

Evran var meginröksemd Samfylkingarinnar fyrir aðildarumsókn Íslands til Evrópusambandsins. Með evru í stað krónu átti að koma stöðugleiki og hagsæld. Evruland er í ljósum logum segir forsíða Spiegel og Economist líkir skuldum evruríkja við pláguna.

Kreppa evrunnar hefur afhjúpað að gjaldmiðill tryggir hvorki hagsæld né stöðugleika. Orðvar maður eins og nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, segir að eina von Grikkja til að komast út úr vítahring skulda og lélegrar samkeppnisstöðu sé að segja skilið við evruna.

Samfylkingin er vopnlaus í baráttunni um stuðning við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sterki og stóri gjaldmiðillinn sem átti víst að bjarga efnahag Íslands að sögn Evrópusambandssinna berst nú fyrir lífi sínu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband