Þjófar eru ærulausir

Sá sem stelur er áður búinn að tapa sjálfsvirðingunni. Samfélagsþjónusta færir engum sjálfsvirðinguna á ný. Til að hamla gegn þjófavæðingu síðustu ára þarf samfélagið að herða viðurlögin við þjófnaði. Ef þjófar vita fyrirfram að þeir sleppa ekki með væga refsingu eru örlitlar líkur á að þeir læri að bera virðingu fyrir lögum og reglu.
mbl.is Geta greitt sekt en borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er huggulegt fyrir útrásarguttana að vita að hámarksrefsing fyrir auðgunarbrot er sex ár. Skiptir þar ekki máli þó þeir hafi sett heilt þjóðfélag á hausinn.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2010 kl. 12:37

2 identicon

Páll, þetta er hluti af þesari aumingjadýrkunn sem er krabbamein í þessu samfélagi, þ.e.a.s. ekki er tekið á glæpastarfsemi hverju nafni sem hún nefnist og refsingar eru ekki í takt við eðli og stig afbrotanna.

Auðgunarafbrot eiga að lúta eignaupptöku sem samsvara glæpnum, taka fyrst eignir og síðan refsivist eða bæði.

Víða erlendis eru eignir fíkefnabaróna gerðar upptækar, bílar, hús og peningar, allt eftir eðli og umfangi afbrotsins.

Réttur brotaþola er hinsvegar smánarlega lítill oft á tíðum og ekki nægjanlega varinn í stjórnarskránni, hvað þá réttur einstaklingsins gagnvart ríkinu.

Er einhver hissa á því að vanvirðing við lög og reglur sem endurspeglast í ruglinu sem á sér stað í miðbænum um helgar, þar sem réttur friðsamra íbúa til nætursvefns er virtur að vettugi og þeir kallaðir kverúlantar og þess sem gerðist í stjórnarherbergjum banka og fyrirtækja fyrir hrun sé einhver annar eða annars eðlis ? Nei, þetta er af sama meiði, því miður !

Hallgrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 12:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Færir fangavist mönnum endilega sjálfsvirðingu? Afbrotamenn, burtséð frá eðli brotanna, geta aftur öðlast sjálfsvirðingu og líka virðingu annara. Ég þekki nokkra fyrrum fanga sem eru orðnir fyrirmyndarborgarar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2010 kl. 13:40

4 identicon

Þetta fólk verður ekki ,,fyrirmyndarborgarar", jafnvel þó þú viljir halda það.

Jón Ásgeir Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband