Evran er í gjörgæslu

Evran er misheppnaður gjaldmiðill og þarf þess vegna á neyðarhjálp að halda. Neyðarsjóðurinn sem ákveðið var í hasti að setja saman er til að hindra að áhlaup verði gert á skuldugustu evru-ríkin í Suður-Evrópu. Þeir sem borga stærstan hluta herkostnaðarins við að halda uppi ónýtum gjaldmiðli, Þjóðverjar, mótmæla hástöfum. Stjórnarflokkurinn, Kristilegir demókratar, beið afhroð í fylkiskosningum um helgina, ekki síst vegna vandræðanna með evruna.

Í frétt Spiegel er haft eftir Merkel kanslara að björgunaraðgerðir fyrir evru séu til að verja fjárhag þýsks almennings: Wir schützen das Geld der Menschen in Deutschland.

Alkunna er að evran er pólitískt verkefni Evrópusambandsins og alls ekki í þágu Þjóðverja sem bjuggu við stöðugt þýskt mark. Mótsögnin í orðum kanslarans, eins og málið blasir við Þjóðverjum, er að hún vill kosta meiru til að verja evrópska myntverkefnið sem sannanlega gengur ekki upp.

Lokamálsgrein fréttar Spiegel segir frá því að þýsk og hollensk stjórnvöld hafi komið í veg fyrir að neyðarsjóðurinn yrði færður í hendur embættismanna í Brussel. Evrópusambandið nýtir sér iðulega pólitískar og efnahagslegar viðsjár til að efla yfirþjóðlega valdið í Brussel. Ákvörðun um sameiginlega mynt var tekin fyrir 20 árum þegar þýsku ríkin sameinuðust.

Evran verður í gjörgæslu um langa framtíð enda eru þau margvísleg álitamálin sem fjármálakreppan þvingar Evrópusambandið og aðildarríki þess til að taka afstöðu til, eins og Evans-Pritchard segir frá í Telegraph.

 


mbl.is Vilja neyðarsjóð fyrir evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er sennilega bara rétt að byrja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband