Laugardagur, 8. maí 2010
Réttlæti, pólitík og hugmyndafræði
Handtaka forstjóra Kaupþings er umræðuvaki um mörk dómskerfis og stjórnmála. Hannes Hólmsteinn sýnir föllnum auðmönnum samúð enda eytt starfsævinni í að mæra græðgi og finnst erfitt þegar reffilegir fulltrúar viðskiptalífsins eru sýndir sem glæpamenn. Tilefni meðaumkunar Hannesar er að fjármálaráðherra hafði látið það út úr sér að hann vonaðist til að óánægja almennings fengi sefjun við handtökuna.
Dómskerfið á að framleiða réttlæti. Almenningur er orðinn langeygur eftir réttlæti handa útrásarauðmönnum. Þegar hillir undir málagjöld er ástæða til að lofa og prísa ákæruvaldið.
Hvorki Hannes né Steingrímur J. starfa á vettvangi dómskerfisins. Hannes líður önn fyrir eymdarástand hugmyndafræðinnar sem var forsenda útrásarinnar. Steingrímur J. glímir við umsátursástand í fyrstu vinstristjórn lýðveldisins.
Orð Steingríms J. og viðbrögð Hannesar fara fyrir ofan garð og neðan réttvísinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.