Föstudagur, 7. maí 2010
Sést í kviku Samfylkingar
Launauppbót seðlabankastjóra upp á 400 þús. opinberar hræsni Samfylkingarforystunnar. Kemur tvennt til. Fjárhæðina er auðvelt að skilja. Framhaldsskólakennarier til dæmis með um 340 þús. kr. í mánaðarlaun, eða all nokkru lægri en launauppbót seðlabankastjóra. Í annan stað þykist samfylkingarfólk aðhyllast jöfnuð en aðeins í orði kveðnu.
Styrkir Steinunnar Valdísar, gagnaver Björgólfs Thors og Villa Þorst., skjaldborgin um Baugsfjölskylduna og loks launauppbót seðlabankastjóra, sem var handvalinn af forsætisráðherrar, eru allt dæmi um forréttindahugsun.
Á tíu ára sögu Samfylkingarinnar er fjarska lítið að segja af jöfnuði.
Formaður bankaráðs krafinn svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.