Föstudagur, 7. maí 2010
Baugsdekur Jóhönnu Sig. staðfest
Forsætisráðherra tekur fagnandi fréttum af handtöku forstjóra Kaupþings. Í viðtali við Pressuna er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur
Það er afar mikilvægt fyrir það uppgjör sem nú fer fram að sannleikurinn komi í ljós um það sem raunverulega gerðist í bönkunum í aðdraganda hrunsins og að þeir sem þar báru ábyrgð axli hana.
Á sama tíma og forsætisráðherra vill að gerendur axli ábyrgð veitir banki á forræði ríkisins, Arion, Baugsfjölskyldunni heimild til að stýra fákeppnisfyrirtækinu Högum. Annar banki sem beinlínis er í eigu ríkisins, Landsbankinn, leyfir Baugsfjölskyldunni að stýra gjaldþrota fjölmiðlaveldi, 365-miðlum.
Er ekki tímabært að þú axlir ábyrgð, Jóhanna Sigurðardóttir?
Athugasemdir
Já er það ekki tímabært
Jóhanna Sigurðardóttir segðu af þér
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:37
Var að lesa pressuna þar er Sigurður G Guðjónsson lögfræðingur og Baugspenni Jóns Ásgeirs var að skrifa um ólögmæti handtöku Hreiðars M , datt í hug að athuga Baugspennan Ólafs Arnars viti menn lítil munnur var á skrifum þeirra, þeir eiga það sameiginlegt að verja þessa bankamafíur, þeir vita sem er að það sleppur engin. Firrst voru það KB undrin svo Gullkóngarnir úr Landsbankanum og svo loksins Glitnismafían. Ólafur A hefur farið hörðum orðum um Landsbanka klúðrið tengt það við Davíð að þeir hefðu fengið sér úrræði og það þyrfti að skoða, hef heldu aldrei skilið það þar sem Landsbankinn og Glitnismafían (Arion banki) hafa stutt við Jón Ásgeir til þessa. Þeir sem voru í Landsbankanum firrir hrun voru gerðir aðstoðar fólki Ríkisstjórnarinnar, vissu þau eitthvað? Ég bið góða Guð um aðra skírslu sem firrst frá hruni
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.