Djókið er dauðans alvara, Ólína

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir framboð Besta flokksins og þó meira þá sem veita framboðinu fulltingi í skoðanakönnunum. Lykilsetning í máli Ólínu er

Menn verða að standa fyrir eitthvað í pólitík.

Fólki finnst stóru að flokkarnir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur, standi ekki undir nafni. S-flokkarnir mynda skjaldborg um Guðlaug Þór og Steinunni Valdísi. Flokkar sem ekki halda eigin húsum í lagi eru gagnslausir.

Ólína ætti að hnippa í sitt fólk og vekja athygli á andófinu sem brýst fram í stuðningi við grínframboð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fólk er einfaldelga að sýn andúð á þessum flokkum. Að vísu nýstárleg aðferð. En hana ber að taka alvarlega.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína er fulltrúi fyrir hroka og frekju á Alþingi, en það eitt og sér er afar klént sem ef ekkert meira kemur til.

Sigurður Þorsteinsson, 6.5.2010 kl. 13:30

3 identicon

Vafalaust á Ólína einhvern aðdáendahóp í sínu kjördæmi og kannski einhvern stuðning innan Samfylkingarinnar utan kjördæmis.

Manni finnst það skrýtið en sennilega er það þannig.

En þessi grein hennar er hrikaleg mistök.

Hún á engan stuðning meðal almennings í landinu, hjá fólkinu sem stendur utan klíku- og spillingarstjórnmálanna og fyrirlítur þau.

Karl (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:10

4 identicon

Mikið væri nú gott ef hún Ólína færi að halda sér saman... hún og hennar flokkur, sem og hinir flokkarnir eru mesta djókið..

DoctorE (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:39

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Mér finnst Ólína flott þingkona, svo ansi reffileg!

En ..., á ensku tala menn um að kjósa með eða að kjósa á móti (voting for a party, voting against a party) og framboð Jóns Gnarr er dæmi um hið síðarnefnda. Menn eru ekki endilega að veita honum brautargengi, þannig séð, miklu frekar að rétta stóru,  rótgrónu flokkunum fingurinn.

Hafi Borgarahreyfingin verið svona "one-hit-wonder" þá býður Jón Gnarr ekki upp á neitt hitt. Hreyfingunni skolaði inn á þing á öldufaldi mikillar reiði sem kraumaði í samfélaginu og kraumar kannski enn. Reiðin er hins vegar klénn grundvöllur til að reisa á framtíðarsamfélag, hvort sem við erum að ræða um sveitarfélögin eða allt ríkið.

Flosi Kristjánsson, 6.5.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband