Innflutt störf og bóluatvinnulíf

Bíða 650 til 900 Húsvíkingar og nærsveitamenn eftir starfi hjá álverinu á Bakka? Eru mörg hundruð höfuðborgarbúar á leiðinni norður í álver. Svarið er í báðum tilvikum nei. Sama svar á að gefa við hlussufabrikkum sem fá niðurgreitt rafmang frá veitum í eigum almennings.

Það verður að stöðva tilraunir til að endurnýja ruglatvinnulíf útrásarinnar. Þeir sem fara með forráð almannavaldsins eiga að hafa í huga að atvinnulíf á að vera fyrir íbúa landsins en ekki bullukolla sem flytja inn ódýrt erlent vinnuafl og búa til hagbólu.

Byggjum atvinnulífið á rekstri sem hentar okkar aðstæðum.


mbl.is Framkvæmdir á Bakka gætu skapað 650-900 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll, ertu með einhverjar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu sem gæti skapað störf fyrir þær 16.000 fyrirvinnur sem eru atvinnulaus hér á landi nú í dag?

Magnús Fr. Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:41

2 identicon

Sæll Páll

Get ekki annað en varpað nokkrum spurningum til baka til að vekja þig til umhugsunar um það sem þú hefur skrifað:

1. Á norðausturlandi er leynt og ljóst atvinnuleysi og meðallaun mikil lægri en á SV-horninu.  Munur íbúar þar hafna störfum sem bjóða upp á öruggar launagreiðslur allt árið um kring sem eru mun hærri en í fiskvinnslu?

- Er þitt svar er já, þeir munu kjósa áframhaldandi fátækt?

2. Eru stórar álverksmiðjur sem skapa raunverulegar áþreyfanlegar afurðir sem skila þjóðarbúinu álíka miklum gjaldeyristekjum "ruglatvinnulíf útrásarinnar"?

- Er þitt svar já, alvöru atvinnulíf er [að búa um rúm og elda mat fyrir ferðamenn 3 mánuði á ári...]?

3. Meirihluti íbúa á norðausturlandi er hlyntur uppbyggingu álverksmiðju. Finnst þér að "forráðamenn landsins" eigi að taka fram fyrir hendurnar á "bullukollunum" fyrir norðan í þágu þeirra íbúa landsins sem ekki vilja hagvöxt í þeim landshluta?

- Er þitt svar já, hagsmunir íbúa á Norðausturlandi vega minna en hagsmunir meirihlutans á SV-horninu?

Staðreyndavilla: Sýnt hefur verið fram á að orkuverð til almennings hafi lækkað samhliða aukinni orkuframleiðslu til stóriðju og er þrátt fyrir dreifða byggð og fámenni ódýrara en víðast hvar þar sem endurnýjanlega orku er að hafa.  Eigið fé Landsvirkjunar hefur t.d. á undanförnum 7 árum 5 faldast á sama tíma og raunverð raforku til almennings hefur lækkað um 23%.

Staðreynd: Stór hluti þeirra sem unni við byggingu Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar voru útlendingar.  Sú staðreynd varð til þess að "hagvaxtarbólan" vegna þeirra framkvæmda varð mikið minni en spáð hafði verið.  Hagstjórnarmistökin fólust í því að framkalla íbúðarhúsnæðisbólu á sama tíma með tilkomu húsnæðislána á lágum vöxtum.  Hlutfall starfsmanna í álverum er hins vegar lægra en hlutfall íbúa landsins af erlendum uppruna, eða innan við 8%.

Verð að segja að fullyrðingar þínar litast af ranghugmyndum og fordómum gagnvart "hlussufabrikkum".  Þær henta einmitt íslenskum aðstæðum einstaklega vel.

Miklu raunverulegri spurning er hversu mikið við eigum að vera háð álverum, hve mikið af eggjum við eigum að segja í sömu körfuna.

Kveðja, Bjarni Pálsson

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:50

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Magnús, ég hef þá hugmynd að atvinnuuppbygging verið af margvíslegum toga. Að stjórnmálamenn gefi það út að fákeppnisrekstur verði brotinn upp; að starfsmenn gjaldþrota fyrirtækja með lífvænlegan rekstur fái stuðning ráðgjöf/peninga til að kaupa reksturinn; að úti á landsbyggðinni verði byggt á þeirri reynslu og kunnáttu sem þar er fyrir. Á meðan atvinnulífið leitar að nýju jafnvægi eftir hrun er mikilvægt að bjóða atvinnulausum upp á endurmenntun/starfsþjálfun.

Hvaða hugmyndir hefur þú Magnús?

Páll Vilhjálmsson, 6.5.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Bjarni, ég hef að einhverju marki svarað spurningum þínum í svari til Magnúsar.

 Ég hef ekki nokkra trú á raunveruleg þörf sé á áverksmiðju á Bakka, hvorki fyrir Norðlendinga eða landið yfirleitt. Á ferð minni um Austurland fyrir skemmstu varð ég ekki var við lemjandi ánægju með Fjarðarál, hvorki áhrifin á nærsamfélagið né starfsánægju þeirra sem eru þar í vinnu.

Fátæktin sem þú talar um, Bjarni, hljómar skringilega í mín eyru enda virðist hún skilgreind út frá lægri meðaltekjum.

Ég áttaði mig ekki á að ferðaþjónusta væri jafn ömurlegur kostur og þú lýsir, kannski að þú útskýrir það nánar.

Hvað verð á rafmagni til stóriðju áhrærir er það lágt enda alkunna að lágt orkuverð dregur erlenda stóriðju til landsins.

Ég viðurkenni fordóma gagnvart hlussufabrikkum og held þær henti okkur ekki.

Lifðu heill.

Páll Vilhjálmsson, 6.5.2010 kl. 10:02

5 identicon

                                                                                                                   Ég   er að velta því fyrir mér á hvaða undirstöðum byggðist hagvöxtur fólksins (þjóðarinnar) sem bjó á suðvestur horni landsins í góðærinu? 

Eru þeir undirstöðu atvinnuvegir svo tryggir að þeir geti staðið undir því ofurkaupi sem sumir þar fá núna borgað fyrir vinnu sína?

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 10:26

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kárahnúkavirkjun breytti Austurlandi úr eyðimörk í gósenland. Héraðsbúar höfðu ekki séð peninga fyrr en farið var að virkja. Þeir vissu ekki einu sinni hvernig peningaseðlarnir litu út. Án Kárahnúkavirkjunar hefði landshlutinn lagst í eyði.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 11:02

7 Smámynd: Offari

Sæll Páll ég er einn af þeim sem bíður eftir álveri á Bakka.  Er búsettur á austurlandi og tók þátt í uppbygginguni þar. Það er ekki uppbyggingin þar sem kom þjóðini á hausinn heldur hvernig farið var méð það fjármagn sem kom til landsins við þessa framkvæmd.

Því þarf ný bóla ekkert endilega að þýða blekkta bólu ef rétt er haldið á spilunum og lært af fyrri mistökum sem ég held að menn hafi lært.

Offari, 6.5.2010 kl. 12:19

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Páll.  Ekki veit ég við hverja þú talaðir fyrir austan en almennt er mikil ánægja hjá íbúum í Fjarðabyggð með álverið.  Það eru t.d.  tveir kollegar mínir sem ég þekki vel sem vinna þarna og eru mjög ánægðir.

Atvinnuástand á Húsavík tel ég ekki vera gott og þessi glæsilegi staður má vel við því að fá góða innspýtingu í atvinnulífið.

Hreinn Sigurðsson, 6.5.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband