Lára V. vísar á Jóhönnu Sig. í launamálinu

Í viðtali í Sjónvarpsfréttum staðfesti Lára V. Júlíusdóttir fulltrúi Samfylkingar í stjórn Seðlabanka að 400 þús. kr. launhækkun til Más Guðmundssonar bankastjóra væri loforð frá þeim sem réðu Má, það er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þau verða æ skrautlegri ráðninga- og launamál nýju forréttindastéttarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhanna Sigurðardóttir hefur neitað því að hafa lofað þessari launahækkun. Heldur þú að Lára Júlíusdóttir sé að halda því fram að Jóhanna Sigurðardóttir sé lygalaupur?

Sigurður Þorsteinsson, 5.5.2010 kl. 21:41

2 identicon

Ég botna ekkert í þessu máli.

Formaður bankaráðs Seðlabankans lagði nýlega fyrir bankaráð tillögu um að Seðlabankastjórinn fengi 400.000,00kr "hækkun" á mánaðarkaupið til að staðið yrði við þau fyrirheit sem honum hefðu verið gefin um launakjör hans .

Sami formaður bankaráðs tilkynnir nokkrum dögum síðar að;:

" Í LJÓSI ÞEIRRAR UMRÆÐU SEM ORÐIÐ HEFUR" dragi hún tillöguna um að launasamningar við Seðlabankastjórann verði efndir til baka.

Er það jákvætt að það þurfi ekki nema smá "umræðu" til að Formaður Bankaráðs Seðlabankans dragi sínar tillögur til baka og lýsi því yfir að enginn skaði sé skeður ?

Agla (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er nú meiri vesældómurinn hjá þessu liði að láta Má Guðmundsson Seðlabankastjóraekki fá til baka þessa launalækkun. Hann sem hámenntaður hagfræðingur sem hefur komið sterkur inní Seðlabankann sem skiptir okkur miklu máli og kom úr ábyrgðarmiklu starfi frá Alþjóðlega greiðslubankanum í Sviss þar sem hann var á a.m.k. 4 sinnum hærri launum.

Nú á að andskotast í honum, auðvitað missum við bara hæfasta fólkið ef við ætlum að halda áfram svona smásálarhætti. Er ekki forstjóri Icelandair sem alls ekki ber sömu ábyrgð og Seðalbankastjóri með 39 milljónir í árstekjur.

Hvað með þessa ómenntuðu gapuxa s.s. ASÍ elítuna og sjálfskipaða Verkalýðsrekendur eins og Kristján Gunnarsson á Suðurnesjum sem eru með töluvert hærri laun og sporslur en Seðlabankastjóri sjálfrar þjóðarinnar.

Þessi vitleysa getur orðið okkur dýrkeypt, auk þess sem 40% af þessum 400 þúsundum færu aftur í skatt til þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 5.5.2010 kl. 22:00

4 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Þú kallar þig blaðamann, er það ekki ?

Náhirðin kemur af stað smjörklípu og þú lepur hana auðveldlega !

JR (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:23

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Deja Vu er nokkuð sem kemur upp í hugann þegar launamál seðlabankastjóra ber á góma. Það er eins og mig minni að þessi afstaða til sérkjara fyrir suma hafi líka verið alsiða í "góðærinu" og meira að segja meðhlauparar eru nú til staðar sem bera blak af ósómanum, eins og kommentator hér að ofan sem vitnar í ekki ómerkilegri mann en Hreiðar Má Sigurðsson sem hótaði því að fara bara til starfa í útlöndum ef hann fengi ekki að vera í friði með sín ofurlaun á Íslandi.

Forysta ASÍ og verkalýðsforingi á Suðurnesjum eru ekki á launum hjá ríkinu og því út í hött að draga þá inn i þess umræðu.

Auðvitað svíður mönnum þegar upp kemst um hina hreinlyndu ríkisstjórn alþýðunnar sem opinberar í þess máli að hún er ekki svo frábrugðin öðrum ríkisstjórnum og sér um sína! Auk þess kemur svo greinilega í ljós að í þessu landi búa tvær þjóðir og forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilheyra þeirri verr settu.

Til hinnar heyra svo vel menntaðir og sigldir kosmopolitan einstaklingar af öllu litrófi stjórnmálanna, frá ystu hægrimönnum til hinna lengst til vinstri. Þeir eru þvílík guðsgjöf að þeim bera að hygla alveg sérstaklega hvernig svo sem kaupin gerast á eyrinni. Það er vel skiljanlegt að forsætisráðherra skuli fara með veggjum þangað til hneykslunaraldan er liðin hjá.

Þessi málatilbúnaður er ömurlegur blettur á ferli stjórnmálamanns sem hefur alla sína tíð kappkostað að rétt hlut þeirra sem minna mega sín og styðja við velferðarkerfið í landinu.

Flosi Kristjánsson, 5.5.2010 kl. 22:49

6 Smámynd: Óskar

afskaplega aumleg færsla Páll - en svona starfar mogginn og náhirðin í dag, sannleikurinn er algjört aukaatriði.

Lára staðfesti ALDREI í þessu viðtali að Jóhanna hefði lofað þessu.  Páll, þú ert lygari!

Óskar, 6.5.2010 kl. 02:24

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Menn ættu að hugsa sig aðeins um Óskar áður en stóryrðin eru látin falla. Það má rétt vera að Lára hafi ekki nefnt nafn Jóhönnu beint í viðtalinu, en hún sagði að Má hafi verið lofað því við ráðningu að laun hanns yrðu um 1700 þúsund, sama hver niðurstaða kjararáðs yrði. Það er forsætisráðherra sem ber ábyrgð á ráðningu seðlabankastjóra þannig að það hlýtur að vera hún eða einhver með hennar umboð sem loforðið veitti.

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband