Þriðjudagur, 4. maí 2010
Trúnaður Styrkja-Gulla er við auðmenn
Almenningur vill afsögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns og fyrrverandi ráðherra seldi þjónustu sína auðmönnum í prófkjöri 2006 og sankaði til Sjálfstæðisflokksins útrásarfé frá aðilum sem vildu fá auðlindir þjóðarinnar á silfurfati spillingar.
Vörn Styrkja-Gulla í Kastljósi kvöldsins er að hann ætli að ræða við auðmennina sem keyptu hann og biðja um leyfi að birta nöfn þeirra.
Einmitt.
Athugasemdir
Birta nöfn þeirra? And who cares?
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 20:56
Ekki þarf hann að ræða við skiptastjóra Baugs eða FL Group t.d. Þessi fyrirtæki eru fyrir löngu kominn á hausinn...nú eða bankanna...ekki er það verkefni skilanefnda að pæla í þessu...eða gjaldþrota sparisjóða???...sýnist hann geta skorið niður 40 aðila listann talsvert niður með hraði.
itg (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:59
Ekki veit ég hvaða almenning þú ert að tala um. Almenningur sem ég þekki er ekki sömu skoðunar. Þarna er á ferðinni heilsteyptur heiðarlegur stjórnmálamaður. Sama á við um Steinunni Valdísi þar tel ég líka að um heiðarlegan stjórnmálamann sé að ræða.
Ég held að fjölmiðlamenn megi sumir hverjir allavega að fara að líta í eigin barm. Hverjir þáðu boð í hinar og þessar athafnir hjá öllum þessum fyrirtækjum hérlendis sem erlendis og skrifuðu síðan jákvæðar fréttir um sömu fyrirtæki. Fjölmiðlamenn sem hafa verið á sultarlaunum og fyrir þá hafa þetta verið góðir bónusar í lífinu.
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 22:05
Guðmundur er með þetta allt á hreinu. Guðlaugur er líka með þetta á hreinu, Steinunn Valdís er með þetta á hreinu. Sigrún Björk fyrrv. bæjarstjóri er með þetta á hreinu og er bæði sár og hneyksluð. Tryggvi Þór er með allt á tandurhreinu og sama má segja um bæði Villa Egils og Kristján Gunnarsson.
En samfélagið og þar með talinn ég er sjúkt af tortryggni út í heiðarlegt fólk sem er með allt á hreinu. Þetta eru nú meiri nornaveiðarnar.
Guðlaugur Þór vísaði meira að segja til þess að hann hefði unnið vinnuna sem hann var nú víst reyndar á einhverjum launum við að puða.
En honum fannst þetta greinilega lofsverð frammistaða.
Árni Gunnarsson, 4.5.2010 kl. 22:26
Ég vitna hér til orða gáfumannsins Cedric Adams. Hann sagði eitt sinn:
"Stjórnmál eru sú list að ná peningum frá þeim ríku og atkvæðunum frá hinum fátæku, undir því yfirskyni að verið sé að varðveita hvorn aðilann um sig fyrir hinum."
Taka verður fram að Cedric Adams þekkti ekki Guðlaug Þór, þótt ummæli hans bendi til þess.
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 22:50
Hehehehehehe....... ekki get ég nú annað en flissað yfir vaðlinum í Grindavíkurkommanum.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:23
Smástelpur flissa! Karlmenn gera það ekki!
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 23:26
Ég get svo sem reynt að hlæja digrum karlaróm......
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.