Þriðjudagur, 4. maí 2010
Dönsku vöruhúsin, skáldið og firringin
Tímamót eru að íslenskir kaupahéðnar hafa misst úr höndum sér síðustu restar af veldi sínu í Danmörku. Um hríð leit út fyrir að strákarnir úr hjálendunni myndu leggja undir sig smásöluverslunina í gamla nýlenduveldinu. Meðhlauparar útrásardrengja komu úr andans lífi höfuðborgarhverfis kenndu við 101. Úr penna hraut þetta
Hvað eftir annað hefur okkur brugðið í brún. Hinn eitt sinn frelsisboðandi forsætisráðherra hefur ítrekað veist að spútnik-fyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á hlut í FBA. Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.
Hér er hörmungin í heild.
Dönsk vöruhús úr eigu Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þakka þér fyrir, Páll, að rifja upp fyrir okkur þessa skemmtilegu hörmung.
Óborganlegur texti: Þarna snýr hinn ungi maður heim frá ævintýralandinu "þar sem viðskipti lúta ekki aðeins markaðslögmálum heldur einnig ýmsum bakhöndum í öllum öðrum lit en bláum."
Nú veit ég ekki hvernig rússneska mafían er á litinn, en greinilega er hún hin notadrýgsta bakhönd - enda er þarna beinlínis fullyrt að hún lúti ekki markaðslögmálum.
Hvað er hann að bauka núna, þessi ágæti penni?
Kolbrún Hilmars, 4.5.2010 kl. 17:49
Það þarf að safna saman öllum þessum snilldarskrifum Baugspennana. Ótrúleg snilld... (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.