Þriðjudagur, 4. maí 2010
Næsta lygi um lífskjörin
Útrásin þreifst á lygum um að vöxtur fyrirtækja og hagkerfis væri merki um betri lífskjör. Krabbameinsvöxtur bankanna var ekki heilbrigður en enginn viðurkenndi það fyrir þeir voru dauðir.
Næsta lygi er að við verðum að selja útlendingum auðlindir okkar til að standa undir lífskjörum. Spillingarteymi, sem starfar núna í Íslandsbanka, og var sett upp af útrásarbankanum Glitni ætlar að setja upp útibú í Bandaríkjunum fyrir auðlindasölu á Íslandi.
Lygadólgar Íslandsbanka munu reyna telja okkur trú um að farsælt sé að selja frumburðarréttinn.
Athugasemdir
Málið varðar yfirgang, hroka og kúgun af hendi forhertra einstaklinga sem telja sig vera hafna yfir allt og alla. Þar með talin lög landsins og eignarétt borgara.
Það er ólöglegt og þar með refsivert að selja eignir í almannaeigu.
En þetta er ekkert nýtt. Óreiðumenn hrunsins sem sumir hverjir eru fjársvikamenn skv. skilgreiningu þessa orðs veðsettu eiginir almennings kynslóðir fram í tímann með innistæðulausum útlánum og fjárflutningum úr landi.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.