Sunnudagur, 2. maí 2010
Arion veitir syndaaflausn
Arion banki tók upp á arma sína tvo helstu gerendur útrásarinnar, Baugsfjölskylduna og Ólaf Ólafsson sem átti stóran hlut í Kaupþingi og góðkunningi arabískra prinsa. Baugsfjölskyldan fær að halda um stjórnartaumana á verslunarveldi sínu, Högum með tilheyrandi fákeppni, og Ólafur fékk Samskip frá Arion banka.
Baugsfjölskyldan makar krókinn með því að láta Haga kaupa auglýsingar hjá 365-miðlum sem aftur eru notaðir til að skapa pólitískan þrýsting á stjórnmálamenn. Til viðbótar lætur Baugsfjölskyldan Haga greiða fyrir sig útrásarlíferni í bílaflota og jafnvel matarreikningurinn er niðurgreiddur fyrir fjölskylduna.
Á meðan bankar og stjórnvöld verðlauna helstu gerendur útrásarinnar er ekki von til að réttlætið nái fram að ganga.
Black: Bankarnir sekir um glæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjóst einhver við að réttlætið fúnkeraði í þessu volaða landi,með skrípamyndir af alvöru stjórnmálamönnum,í ríkisstjórn og á alþingi
magnus steinar (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 14:38
Alltaf jafn skondið að sjá hugsunarhátt manna speglast í svona vitlausum fyrirsögnum eins og hjá MBL. Auðvitað eru bankarnir ekki sekir, það eru stjórnendurnir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.5.2010 kl. 14:51
Að lesa Pál Ekki-Baugsmiðil er eins og að sitja í vagni með tvö og hálft hjól, þetta er fínt á meðan heili hluti hjólsins nemur við jörð. En þegar sá helmingur hjólsins sem á vantar veit að jörðu dettur vagninn harkalega niður.
Við getum kallað þann hluta sem á vantar Davíðshelminginn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.5.2010 kl. 15:28
Ástandi er alvarlegt grafalvarlegt og við gerum ekkert í því!
Sigurður Haraldsson, 2.5.2010 kl. 17:18
Eftirlitsaðilar voru að passa upp á að fjárglæpamennirnir gætu komist upp með þetta, það er bara eina skýringin.
Ég hef líkt fjárglæpamönnum við B Madoff og hneykslast á því að ekkert skuli gert í því að koma lögum yfir þá.
En er við einhverju öðru að búast í svona litlu samfélagi eins og Ísland er? Auðvitað ekki, hér eru sterk ættartengsl og mikil ættarveldi sem hafa verið allsráðandi í, dirfist mér að segja, hundruð ára.
Því miður verður ekkert gert, jú, kannski einhverjum peðum fórnað til að draga athyglina frá stóru körlunum.
Meina, hvernig er það mögulegt að heilt land skuli vera alveg skuldlaust eina vikuna og svo skulda margfalda landsframleiðslu vikuna á eftir og ekkert er gert í að draga sökudólgana til saka, ekki einu sinni tekið af þeim þýfið.
Ísland er svo rotið að við erum ekki einu sinni með óháð innra eftirlit hjá lögreglu, alþingi eða dómsvaldi þannig að þetta fólk sem stjórnar VEIT að þeir eru hafnir yfir lög.
En hvað ég tel að það sé best fyrir þetta fólk að koma fram og játa segt sína og gangast við dóm og skila því sem stolið var ÁÐUR en almenningur springur af reiði, því þá er ekki aftur snúið.
Það sem er verst í þessu er ekki það að landið okkar sem var eitt ríkasta landið í heimi heldur að ekkert sé gert í því að leiðrétta það að við séum núna eitt skuldugasta ríki heims. Spillingin og mannfyrirlytningin er svo mikil að maður er einfaldlega dofinnyfir þessu.
Íslendingar geta ekki tekið á þessu vegna tengsla og þess vegna þurfum við almenningur að byðja um aðstoð frá einhverju af nágrannalöndunum til að taka til hjá okkur.
Tómas Waagfjörð, 2.5.2010 kl. 18:14
Þar sem ljóst er nú að bankastjórnendur á Íslandi eru stórglæpamenn, þá verður að afturkalla allar ákvarðanir þeirra, varðandi niðurfellingar kúlulána til sjálfra sín og glæpahjúa sinna, ásamt fyrningu lána til vina og kunningja sem þeir hafa keppst við að afgreiða undanfarna mánuði, greinilega viljað vera búnir að breiða yfir ósómann, áður en þeir yrðu settir í steininn, sem þeir best vissu sjálfir að kæmi fljótlega að. Þessi Finnur bankastjóri ósvífnastur þeirra allra, má ekki komast upp með þessa svívirðu framan í andlitið á öllum landsmönnum, og enginn af þessum kvikindum sem stýrðu þessu þjófapartíi.
Robert (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.