Sunnudagur, 2. maí 2010
Rök auðmanna og styrkja-stjórnmálamanna
Auðmenn segjast engin lög hafa brotið og því eigi að leyfa þeim að stunda viðskipti eins og ekkert hafi í skorist. Stjórnmálamenn sem þáðu stóra styrki frá auðmönnum segjast engin lög hafa brotið og ætla að sitja áfram í trúnaðarstöðum á launum frá almenningi.
Almenningur lætur ekki blekkjast og krefst þess að siðferðileg og pólitísk ábyrgð á hruninn nái til auðmannanna, sem bera meginábyrgð, og stjórnmálamanna sem tóku þátt í hrunadansinum með því að þiggja milljónir af útrásarpeningum.
Stóru flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin, reyna að sammælast um að smáfórnir eins og þingflokksformennska, varaformennska og tímabundið leyfi frá störfum séu nógar til að friðþægja almenning. Það er ekki nóg.
Athugasemdir
Nei það er ekki nóg.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.5.2010 kl. 11:38
Sammála, hvergi nærri nóg, alla í burtu,ekkert af þessu er ómissandi, allt gjörspillt siðlaust og þjófótt vinahyski.
Robert (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.