Laugardagur, 1. maí 2010
Ísafold vekur athygli á hræsni ASÍ
ASÍ keypti heilsíðuauglýsingar í dag til að mótmæla atvinnuleysi á baráttudegi verkalýðs. Það er falskur tónn í ASÍ sem í einu orðinu harmar atvinnuleysi en krefst engu að síður að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem landlægt atvinnuleysi heldur verkalýðsbaráttu í heljargreipum.
Sannleikurinn er sá að skrifstofuliðið í ASÍ er að hugsa um eigin atvinnu þegar það berst fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Kontóristar ASÍ hafa fyrir löngu komist að þeirri niðurstöður að innganga myndi auka starfsmöguleika þeirra. Jón og Gunna hér á Íslandi munu ekki sækja skrifstofuvinnu í Brussel.
Ísafold, félag ungs fólks gegn Evrópusambandsaðild, vekur athygli á undarlegri afstöðu ASÍ eins og segir frá á Evrópuvaktinni.
Athugasemdir
Þau eru þægileg sætin í hringekju ESB sem kallast starfsmannamál.
Ragnhildur Kolka, 2.5.2010 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.