Laugardagur, 1. maí 2010
Baráttan um Styrkja-Gulla og Sjálfstæðisflokkinn
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður gerði sjálfan sig út til að klekkja á Birni Bjarnasyni þáverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 2006. Auðmenn styrktu Guðlaug Þór um 25 milljónir króna enda Björn skotskífa þeirra, einkum Baugsliðsins.
Krafa er um að Guðlaugur Þór víki enda ekki æskilegt að móðurflokkur íslenskra stjórnmála tefli fram handbendi auðmanna.
Vinir og velunnarar Guðlaugs Þórs koma honum til varnar. Eflaust er það gert af góðum hug en þeir fórna Sjálfstæðisflokknum fyrir Guðlaug Þór og miklir mega mannkostir hans vera til að réttlæta þá fórn.
Athugasemdir
Tja!
Þetta var nú ansi vel að orði komist!
jonaskeri (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 18:25
Ekki veit ég hverjir mannkostir hans eru. Veit ekki til að þessi drengur hafi unnið ærlega launavinnu á sinni ævi. Nú er lag fyrir hann að reyna fyrir sér á almenna vinnumarkaðnum. Nema að Bjarni ráði hann sem aðstoðarmann í stað Sigurðar Kára....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2010 kl. 19:10
Dýr myndi Hafliði allur,,,
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:39
Styrkur Guðlaugs Þórs felst eflaust í því að hann hefur víða ítök í flokknum í gegnum duglegt stuðningsmannanet. Honum er að því leyti líkt farið og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, sem komst langt á mikilli grasrótarvinnu og ítökum henni tengdum.
Það segir sitt um langan arm Vilhjálms hvern sess tengdasonur hans hlaut í prófkjöri flokksins á liðnum vetri. En Vilhjálmur hefur séð "skriftina á veggnum" og dregur vonandi upp rætur eftir næstu kosningar. Þar er fordæmi sem Guðlaugur Þór ætti að taka sér til fyrirmyndar. Hans tími er kominn og farinn aftur
Flosi Kristjánsson, 1.5.2010 kl. 22:12
þessi maður hefur ekkert að bera nema smjaður.Burt með hann strax,svo maður geti kosið flokkinn.
Friðbjörn Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.