Sporlausir peningar Guðlaugs Þórs

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins haustið 2006 gerði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður atlögu að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra með tilstyrk Baugsveldisins sem hafði horn í síðu ráðherra. Guðlaugur Þór safnaði 25 milljónum króna í kosningasjóð til verkefnisins.

Viðskiptablaðið og Amx fullyrða að hvergi hafi komið fram hverjir séu styrkveitendur Guðlaugs Þórs.

Finnst Guðlaugi Þór allt í lagi að þiggja sporlausa peninga? Finnst Sjálfstæðisflokknum það í lagi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er það ekki í lagi.

Hann þarf að víkja eins og ALLIR aðrir styrkþegar glæpalýðsins í ríkisstjórn, á þingi og í borgarstjórn.

Hversu lengi á þetta ástand að vara?

Siðleysið í þessu landi er kæfandi.

Samtrygging stjórnmálamanna VIÐBJÓÐSLEG.

karl (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er það virkilega rétt að GÞÞ gefi ekki upp styrkveitendur sína?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.4.2010 kl. 13:55

3 identicon

Það er alveg augljóst að Guðlaugi Þór finnst þetta í lagi. Ýmis ummæli formannsins benda til þess að honum finnist þetta í lagi. Svanur Kristjánsson hefur sett fram þá skoðun að flokkarnir verði að skýra þessi mál fyrir sveitastjórnarkosningar í vor. Það er mikið í húfi. Traust á stjórnmálamönnum er nánast horfið. Flokkarnir verða að skýra öll sín mál. Stjórnmálamennirnir verða að skýra öll sín hagsmunatengsl. Flokkarnir gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Þeir verða að vera undir lýðræðislegu efirliti. Ef flokkarnir ætla að halda áfram í sama farinu mun skapast óbrúanleg gjá milli þjóðar og þings. Milli kjósenda og borgarfullrúa/sveitastjórnarmanna. það er mikið í húfi. Margfalt meira en persónur þeirra einsaklinga sem í hlut eiga.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband