Laugardagur, 24. apríl 2010
Glæpir og siðvit þingmanns
Gangi einn glæpamaður laus skýtur skökku við að reynt sé að refsa öðrum glæpamönnum. Þessi rök sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson, hefur í frammi er lýsandi fyrir siðferði útrásar. Í prentútgáfu Morgunblaðsins er eftirfarandi haft eftir
Jón segir skjóta skökku við að á sama tíma og stórir þátttakendur í efnahagshruninu stýri stærstu fyrirtækjum landsins á sínum sviðum, s.s. í smásölu, sé þetta mál tafið í þinginu.
Jón þingmaður er þarna að vísa í nafna sinn Ásgeir Baugsstjóra sem fær heimild frá Arion banka að reka áfram Haga. Álit Jón þingmanns Gunnarssonar er að Björgólfur Thor eigi að fá sambærilega þjónustu hjá alþingi og Jón Ásgeir hjá Arion.
Sé það stefna Sjálfstæðisflokksins að veita glæpamönnum allsherjar sakaruppgjöf er rétt að flokkurinn stafi það ofan í almenning.
Hugmynd uppi um að Novator njóti ekki arðgreiðslna af Verne | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Marga stóra dóma hefur þú látið frá -
Ég spyr þig - (um eið og ég skelli fram einum´dómi semsagt þeim að Björgólfur eigi að fara sem mest eða alveg út úr þessu dæmi ) hvar er siðvitið/siðferðið í því að láta þetta mál hanga á sama tími og 15% atvinnuleysi er á Suðurnesjum?
Útrásarliði komst upp með hluti vegna þess að regluverkið var ekki í lagi enda sniðið eftir Evrópureglugerðum - núna er öldin önnur og unnt að setja þær reglur sem þarf til þess að BTB eða aðrir geti misnotað aðstöðu sína.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.4.2010 kl. 06:20
Ólafur,
ég leyfi mér að spyrja þig einnar spurningar.
Ef gjaldeyrishöftin eru til þess að styðja við gengi krónunnar þá hljóta allar undanþágur frá þeim að veikja gengið. Það er nokkuð augljóst því að þá þyrftu þessir þættir sem undanþágurnar eru veittar frá að vera í reglunum um gjaldeyrishöftin.
Nú fær Verne holding og Björgólfur Thor undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.
Það hlýtur að verða til þess að krónan lækkar, verðbólgan eykst og vextir hækka.
Er siðferðilega rétt að skerða kaupmátt , hækka skuldir, hækka vaxtakostnað almennings og skerða umsvif annars atvinnulífs, til að fá gagnaver á Suðurnes?
Lúðvík Júlíusson, 25.4.2010 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.