Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Byr næstur í þrot
Sparisjóður Keflavíkur hefur það umfram Byr sparisjóð að vera hluti af samfélagi. Byr á ekkert samfélagslegt bakland, það var rifið upp með rótum í græðgisvæðingu eigenda þeirra sparisjóða sem runnu inn í Byr.
Þegar Sparisjóður Keflavíkur fer í þrot er engin ástæða til að halda Byr gangandi. Ríkið getur ekki mismunað sparisjóðum.
Ábyrgðarleysi hefnir sín.
![]() |
Ríkið yfirtekur Sparisjóðinn í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þær tína tölunni fjármálastofnanirnar sem standa af sér græðgisvæðingu eigenda og stjórnenda gömlu bankanna. Núna er nákvæmlega engin eftir á SV-horninu sem hafði viðskiptabankaréttindi í ársbyrjun 2008. Aðeins örfáir litlir sparisjóðir á landsbyggðinni eru eftir og flestir hafa fengið eða eru við það að fá stuðning úr ríkissjóði. Ég hef heimildir fyrir því að ekki er víst að öllum verði bjargað. Mikil er hún skömm þessara bjána sem héldu að þeir gætu ruðst inn á alþjóðlegan lánamarkað án nokkurrar reynslu. Galgopaháttur þeirra er sífellt að verða kjánalegri. Þetta lið dró sér 7.100 milljarða úr bankakerfinu, eins og þetta væru prívat reikningar þeirra.
Annars heyrði ég sögu í dag, sem getur verið sönn, en þarf ekki að vera það. Hún er a.m.k. góð:
Ingibjörg Pálma var að taka bensín og dældi hún sjálf á bílinn. Þá kom þar að maður. Bauðst hann til að dæla fyrir hana og hætti ekki fyrr en hún lét það eftir honum. Labbaði hún inn til að greiða. Um svipað leiti og réttir afgreiðslumanninum kortið sitt kom hinn greiðvikni maður og segir: "Nei, ég borga." Ingibjörg varð hvumsa og hélt nú ekki, en maðurinn gaf sig ekki. Endaði þetta svo að hann greiddi, en lét fylgja: "Ég borga hvort eð er allt annað fyrir þig."
Kannski er sagan sönn, kannski ekki, en góð er hún. Skilaboðin eru: Við erum búin að fá nóg af ykkur og viljum ekkert hafa með ykkur, blóðsugur hagkerfisins, að gera.
Marinó G. Njálsson, 22.4.2010 kl. 23:54
Í frétt á visir.is kemur fram að Byr sé fallinn. Sparisjóðurinn verði tekinn yfir af FME í fyrramálið.
Marinó G. Njálsson, 22.4.2010 kl. 23:58
Hver var alltaf að tala um fé án hirðis í Sparisjóðunum? mig minnir að hann heiti Pétur? en minntist aldrei á að LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru líka með fé án hirðis. Eða allavega sofandi smala
Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 04:53
Eigum við nú að borga þeirra skuldir líka - búið að stofna ehf um þetta dæmi sem ríkið á að fullu! Það verðru af fela glæpaverkin einhvernveginn er það ekki mottóið!
Ragnar
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.