Ríkissparisjóður Steingríms J.

Byr er útrásarsparisjóður sem átti að fara á hausinn með Spron og öðru fjármálagóssi útrásarinnar. Steingrímur J. fjármálaráðherra ætlar að gera Byr að ríkissparisjóði samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Ríkisstjórnin skuldar okkur skýringar á því hvað hún ætlar með endurreistar fjármálastofnanir. Myndin sem blasir við er ógeðfelld.

Íslandsbanki og Arion banki eru í eigu nafnlausra fjárglæframanna sem hafa keypt kröfur í þrotabú gömlu bankanna. Í þessum bönkum er vélað með framtíð þjóðarinnar eins og útrásin sé enn æðsta boðorðið. Arion færi útrásarauðmönnum eins og Ólafi Ólafssyni og Jóni Ásgeiri Baugsstjóra skuldhreinsaðar eigur á silfurfati. Íslandsbanki er með sérstakt útrásarteymi sem skráð er sem orkuteymi og er ætlað að sölsa undir sig orkulindir þjóðarinnar. Landsbankinn er í eigu ríkisins og heldur m.a. lífi í Baugsmiðlum, væntanlega fyrir orð ríkisstjórnarinnar.

Til viðbótar ætla Steingrímur J. og Jóhanna Sig. að ríkisvæða sparisjóðskerfið og halda á floti ónýtum vörumerkjum eins og Byr.

Hrunið faldi eina af meginstaðreyndum lýðveldssögunnar; ríkisvæddir vinstrimenn eru ekki bestir að reka fjármálastofnanir. Steingrímur J. hættu þessum fíflagangi, láttu Byr gossa og aðra sparisjóði sem græðgisvæddust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni B talar loksins smá satt orð og Gylfi greyið í gær og ekkert þarf að orðlengja það skilaboðin voru skýr. það er allavega betra að vita það að hinn venjulegi almenningur á eingan málssvara á alþingi hvað þá ríkisrjórn / altt eru þetta kostaðir klíku flokkar og persónur / hér eftir er krafan þinglýst kosningaloforð / eða nýr flokkur , flokkur manneskjunar og skynsemi fyrir þjóð , nema kanski Þor saari og Birgitta

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband