Ofurtrú á mönnum eins og Hannesi

Í Kastljósviðtali segir fyrrverandi forstjóri FL Group að oftrú hafi verið á mönnum eins og Hannesi Smárasyni stjórnarformanni FL Group. Sigmar spyrill gekk á Ragnhildi Geirsdóttur og þráspurði hvort hún hefði ekki átt að básúna að Hannes væri maður sem ekki ætti að treysta. Það er spurning.

Ragnhildur sagði af sér 2005 og mátti öllum vera ljós að það væri vegna starfandi stjórnarformanns, Hannesar Smárasonar. Stjórn FL Group sagði af sér af sömu ástæðu. Samt sem áður var ofurtrúin á Hannesi slík að lífeyrissjóðir leyfðu honum að valsa með peningana sjóðsfélaga, bankar veittu honum fyrirgreiðslu og stjórnvöld töldu hann góðan pappír.

Auðmaðurinn Hannes og félagar hans voru taldir óskeikulir. Og hvernig gat það gerst?


mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Haltur leiðir blindan?

Þráinn Jökull Elísson, 20.4.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sé ekið fram hjá verslunum Haga, má sjá að þjóðin hefur enn óbilandi trú á sumum útrásarvíkingum, hið minnsta.

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.4.2010 kl. 21:40

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski með mútum og ofurlaunum, saman ber 130 millur fyrir að þegja???

Sigurður I B Guðmundsson, 20.4.2010 kl. 21:42

4 identicon

Hvernig gat það gerst spyrð þú. Menn eins og Hannes hafa alltaf verið til og verða alltaf til enda verða alltaf til menn og konur til að trúa þeim.

Þá spyrð þú hvernig stendur á því væntanlega? Það er vegna þess að mannskepnan kýs að trúa sölumönnum snákaolíu. Eina vörnin gegn slíkum mönnum er að muna hið fornkveðna: ef eitthvað hljómar eins og of gott til að vera satt er það næstum örugglega lygi.

Prófessorinn er ekkert voðalega gamall en man samt eftir fullt af Hannnösum s.s. Ármanni Reynissyni og Guðmundi Franklín.

Þeim síðarnefnda tókst m.a.s. að fá sjálfan Bjarna Benediktsson formann Sjallanna til skamms tíma til að sitja í stjórn Burnham sem rúllaði einmitt á hausinn þegar Bjarni sat í stjórn. Bjarni fékk þarna eldskírn sína í pappírsgróðanum sem honum tókst því miður ekki að læra mikið af.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 22:01

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hallærislegt að ætla núna, fimm árum seinna, að krossfesta unga manneskju fyrir það sem allt samfélagið kok-gleypti! Vilhjálmur Bjarnason, þessi stundakennari útí Háskóla, fékk ekki góðar viðtökur heldur. Bestasta, flottasta og stórasta þjóði alheimsins gat ekki klikkað. Man einhver eftir því??

Flosi Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 23:26

6 identicon

Hún nánast tuggði það ofan í fjölmiðla sem og þá sem hefðu átt að skerast í leikinn og ef það dugði ekki þá átti að kvikna á perunni hjá einhverjum þegar stjórnin sagðist ekki taka þátt í þessu bulli lengur.  Þjóðin var í útrásarvímu og fjölmiðlarnir verstir.  Skilaboðin gátu ekki verið skýrari, en hentaði ekki skrílnum.  Það er ekki henni að kenna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 00:19

7 identicon

Hvernig gat það gerst?

Við Því er einfalt svar: pólitískur stuðningur stjórnmálamanna sem þegið höfðu mútur af auðmönnum.

Samfylkingin gekk þar fram af mestri hörku en sá gegnrotni flokkur var ekki einn um að verja glæpalýðinn. 

 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu það líka.  

Allt þetta lið þarf að víkja.

Það er hin pólitíska forsenda endurreisnarinnar.

karl (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 08:18

8 Smámynd: Elle_

Já, hvernig gat það gerst?  Líklega mútur í vasa pólitíkusa. 

Elle_, 21.4.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband