Eftirspurn eftir aukatriðum

Í þjóðfélaginu er eftirspurn eftir smámálum sem geta dregið athyglina frá brýnum viðfangsefnum er lúta að uppgjöri við hrunið. Orð forsetans um mögulegt Kötlugos eru óvarkár og óheppileg. Viðbrögðin eru á hinn bóginn ekki í samræmi við tilefnið.

Um helgina og í byrjun viku var reynt að búa til stemningu fyrir andófi gegn meintri múgsefjun í samfélaginu. Dramadrottingar í fjölmiðlastétt tóku höndum saman við góðkunningja hrunverja og reyna að færa tilfinningarök fyrir því að mótmæli gegn útrásinni hafi gengið út í öfgar. 

Það tókst ekki að búa til grátkór fyrir hrunverja. Aftur tókst Ólafi Ragnari að beina athygli margra frá hruni og náttúruhamförum. Forsetinn er gangandi stórslys á milli þess sem hann bjargar þjóðinni frá efnahagslegri glötun.


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Berusconi sé á lausu, þjóðin þráir orðið frið....

Hallgerður Pé (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 14:55

2 identicon

Jafn erfitt að hemja hann og eldfjöllin en hann gætir hreinlega orðið enn skaðlegri!

Merkúr (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 15:58

3 identicon

Eru menn ekki að gera alltof mikið úr áhorf og áhrifum frétta erlendis og hvað þá hvað Ólafur Ragnar er að blaðra?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:37

4 identicon

eldfjallasérfræðingurinn  Haraldur var í sjónvarpinu að fjalla um Kötlu - var það ekki eitthvað á svipuðum nótum og hjá ÓRG - ætlið þið ekki að rífa hann í ykkur eins og forsetann ??

Ketill (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:05

5 Smámynd: Jón

ég held áfram að paste-a svar mitt hjá fleiri bloggurum:

Það er búið að tala um hættuna á kötlugosi núna stanslaust í innlendum fréttum í 4 vikur. Það hefur verið margsinnis sagt að miðað við forsöguna þá séu líkur á kötlugosi og þetta hefur verið stappað oft í okkur af okkar fremstu jarðvísindamönnum.

Við erum þegar farin að undirbúa okkur fyrir mögulegt kötlugos og hví í fjandanum ætti ÓRG ekki að taka mark á sérfræðingum sem hafa minnst á þetta oft og reglulega. Hættiði þessu væli, þetta er enginn skandall, þetta er sannleikur. 

Alveg ótrúlegt hvernig fólk sem hefur enga ábyrgð geti kvartað og kveinað yfir svona hlutum, hvað þá einhverju sem er SATT.

Jón, 21.4.2010 kl. 00:47

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Steingrímur og Jóhanna tuggðu það upp aftur og aftur að ef hitt og þetta gerðist ekki fyrir þessa dagsetninguna eða hina þá færi allt til Stei-- fjandans.

Ekkert rættist - dagsetningarnar komu og fóru - ekkert var rétt sem hótað hafði verið -

Orð Ólafs orka vissulega tvímælis - hann var þó ekki að hóta einum eða neinum aðeins að velta upp möguleika -

SJS og JS hótuðu og kúguðu  þar er m.a. munurinn á orðum ÓRG og þeirra.

Það er von að SJS væli vegna orða forsetans.

Kötlugos er búið að vera lifandi í umræðunni um langt skeið en sjaldan eins og núna - þannig að hugleiðing forseta er ekkert óeðlileg -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.4.2010 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband