Þriðjudagur, 20. apríl 2010
Baugsafneitun Samfylkingar
Samfylkingin var í bandalagi með Baugi frá 2003 þegar Jón Ásgeir Baugsstjóri ákvað að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri Þrándur í Götu útþenslu Baugsveldisins. Jón Ásgeir og Samfylkingin sameinuðust um að grafa undan forsætisráðherra með öllum tiltækum ráðum. Í leiðinni var stjórnvaldið veikt þannig að ekkert hamlaði stjórnlausu auðmannaræði sem á endanum leiddi til hrunsins.
Ætla mætti að Samfylkingin, sem þáði málafylgju Baugsmiðla og fjármuni, sem raunar var dreift á nokkrar kennitölur til að fela slóðina, skyldi eftir hrun viðurkenna vanheilagt bandalag sitt við Baugsveldið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar gaf til kynna að fyrrum hefði verið maðkur í baugsmysu flokksins en útskýrði ekki nánar.
Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar, ræðuskrifari Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra fylgir óljósri játningu Össurar eftir með einarðri afneitun. Hann segir ,,rugl" að Baugsmiðlar hafi gengið erinda eigenda sinna.
Tilefni orða Karls Th. er að Óli Björn Kárason átti fjölmiðla og segist ekki hafa ritstýrt þeim sem eigandi. Ályktunin sem Karl Th. dregur er að sömu rök gildi um Jón Ásgeir og Baugsmiðla.
Humm. Hér er önnur karl-thísk rökhenda
Pokasjóður Baugs styrkti skógrækt
Baugur styrkti Steinunni Valdísi þingkonu Samfylkingar
Ályktun: Steinunn Valdís er skógrækt
Athugasemdir
hahahah, snilldar færsla.
Annars er Karl Th. eitt af því viðbjóðslega sem stjórnmál ala af sér, mann sem enginn vill fá, enginn vill hlusta á en samt þarf hann alltaf að að leita allra leiða til að koma sér og sínum ógeðslegu og hrokafullu skoðunum á framfæri.
Gummi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 09:45
Tekið traustataki frá Jóni Magnússyni:
"Hverja styrkti Baugur?
Í kjölfar afsökunarbeiðni Ingibjargar Sólrúnar velti ég því fyrir mér hvort það þurfi ekki fleiri í Samfylkingunni að stíga á stokk og viðurkenna fyrir kjósendum sínum að þeir hafi verið styrkþegar Baugs. Til glöggvunar þá birti ég hér lista yfir þá þingmenn Samfylkingarinnar sem voru styrkþegar Baugs samkvæmt því sem fram kom í DV fyrir nokkru.
Árni Páll Árnason
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis
Björgvin G. Sigurðsson
Helgi Hjörvar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
Róbert Marshall
Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingflokksformaður og styrkjadrottning Samfylkingarinnar
En þess er að geta að upplýst hefur verið af fyrrum bankastjóra Landsbankans, að Samfylking hafi fengið margvíslega styrki frá bankanum á mismunandi kennitölum. Spurning er hvort það vanti eitthvað hér inn í varðandi styrki þingmanna Samfylkingarinnar en sumir þeirra voru með sérstök félög um prófkjör sín."
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.4.2010 kl. 11:12
Frábær færsla. Hlakka til að sjá viðbrögð Baugsfylkingarliðsins sem hefur ekkert fram að færa frekar en venjulega en að ata höfundinn aur. Sem er ekkert annað en hrós þegar þessir aðilar eiga í hlut. Á einhverjum tímapunkti hlýtur Jón Ásgeir og Baugsmafían fá nóg af þessum rottum sem voru fyrstar að flýja sökkvandi móðurskipið, og afneita með öllu því sem allir vita hvað tengsl þeirra og Baugsbrauðmolasöfnunina varðar. Þá fyrst hlýtur fjandinn að verða laus. Þeir glæpamenn sem sannanlega reynast bera ábyrgð á hruninu eiga að fá afslátt á refsingu ef þeir leggja fram sannanir um mútuþægni stjórnmálamanna og flokka.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:32
Þetta er eft til vill allt satt og rétt nema að Davíð var auðvitað full fær um að grafa undan sér sjálfur. Hann hefur verið afhjúpaður sem gjörspilltur afglapi og það þurfti enga Samfylkingu eða Baugsmenn til að upplýsa það.
Jón Kr. (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:04
Minni á að það vantar upplýsingar úr Glitni um "styrki" til stjórnmálamanna.
Er það tilviljun að þessar upplýsingar vanti?
Baugsmafían hafði einna traustust tök á Glitni.
Því er eðlilegt - þar til annað kemur í ljós - að gera ráð fyrir að þaðan hafi einnig runnið miklir peningar frá glæpalýðnum til spilltra stjórnmálamanna.
Styrkþegarnir eru fleiri en Jón Magnússon nefnir.
Þá gleymir hann BRASKI Össurar og Árna Þórs Siguðursson, þeirra miklu jafnaðarmanna með bankabréf sem þeir komust yfir í krafti aðstöðu sinnar og seldu með gríðarlegum hagnaði.
Því hefur verið haldið fram að Árni Þór hafi komið hagnaði sínum í skjól í útlöndum.
Og loks eru það "styrkþegarnir" í Sjálfstæðisflokknum.
Allt þetta fólk þarf að víkja undanbragðalaust.
Karl (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.