Mánudagur, 19. apríl 2010
Gjaldþrot Grikkja yrði Lehmanhrun evrulanda
Fjármálaráðherra Þýskalands segir að verði Grikkland gjaldþrota er hætt við að viðlíka áhrif verið af því fyrir evrulöndin 15 og gjaldþrot Lehman fjárfestingabankans fyrir aðrar fjármálastofnanir. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra segir í viðtali við Spiegel að Þjóðverjum sé nauðugur kostur að bjarga Grikkjum.
Þjóðverjar eru andvígir að setja þýska fjármuni í björgun óreiðulanda í Suður-Evrópu.
Í viðtalinu þjarma blaðamenn Spiegel að fjármálaráðherranum og vísa til ítrekaðra loforða þýskra stjórnvalda að frá því væri gengið þegar stofnað var til evrusamstarfsins að Þýskaland myndi ekki sitja uppi með reikning fyrir fjármálaóreiðu annarra þjóða.
Það er aðeins spurning hvenær og hvernig evrusamstarfi lýkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.