Mánudagur, 19. apríl 2010
Ísland gefist upp fyrir ESB
Uppgjafarrökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið birtast reglulega. Kjarni þeirra er að Íslendingar geti ekki búið Ísland vegna þess að þeir hafi ekki viti á rekstri samfélags. Andri Geir Arinbjarnarson setur röksemdina fram með þessu hætti.
Aðeins innganga inn í EB getur hjálpað okkur að endurreisa innviði samfélagsins hratt og tímanlega. Án EB hjálpar mun þetta verk taka um tvær kynslóðir og alls óvíst er um árangurinn. Verkefnið er tvíþætt, endurnýja þarf stjórnarskrá og stofnanir lýðveldisins ásamt uppbygging á trausti og trúverðugleika innanlands og erlendis. Ísland á vel hæft fólk til að ganga í þetta verkefni en vandamálið er að það er ekki að finna innan íslenskra stjórnmálaflokka eða stjórnsýslu. Íslensk hagsmunagæsla eins og hún er í dag mun sjá til þess að þetta hæfa fólk fær aldrei að koma að þessu mikilvæga verkefni.
Ef það væri svo að Íslendingar byggju við sult og seyru væri hægt að taka mark á röksemdinni. Við vitum á hinn bóginn að þá fyrst tókst að gera Ísland að velmegunarlandi þegar við tóku forræði okkar mála fyrir réttum hundrað árum.
Við höfum reynt á eigin skinni að hafa stjórnsýsluna á meginlandi Evrópu og það gafst ekki vel.
Á stjórnarskrifstofum í stórríkjum Evrópu voru tvær heimsstyrjaldir hannaðar og þeim hrint í framkvæmd. Ísland gæti kennt Evrópu hvernig á að reka samfélag - að frátaldri fjármálaþjónustu, eins og gefur að skilja.
Athugasemdir
Uppgjöf fyrir hótunum, ráðleysi og aulaháttur eru ekki þau verkfæri sem þessa þjóð vantar núna. Það er þó það eina sem vekur athygli á verkum þessarar ríkisstjórnar.
Nennir einhver að skýra fyrir mér hvað það er sem stendur undir lofsyrðum í garð þessara tveggja utanþingsráðherra og tengjast stjórnsýslu?
Mér sýnist þau vera sömu gufudallarnir og hinir.
Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 16:54
það er stundum talað um Noreg og Ísland í sömu andránni þegar rætt er um ESB og inngöngu í ESB, af skiljanlegum ástæðum, bæði löndin eru ekki með og bæði löndin ráða yfir miklum náttúrúauðæfum, en svo er einn reginmunur og það er efnahagsástandið, sem er eins og við öll vitum töluvert verra á Íslandi en í Noregi, fyrir utan lönd eins og balkanlöndin og eystrasaltslöndin sem eru búin að lifa við fátækt árum saman og hafa átt í erfiðleikum með að ná sér á strik, þá ætti ekkert land að ganga inn í svona samtök á meðan tímabundnir erfiðleikar eru í gangi, þannig að Ísland á fyrst að koma sínum málum í gott lag áður en farið er að einusinni að ræða inngöngu, því land með svo mikinn auð bæði hvað varðar náttúruauðæfin og ekki síður þekkinguna, (jafnvel fjármálavitið, eitthvað hlýtur að hafa lærst) á að ganga að svona viðræðum með höfuðið reist en ekki með "húfuna" í hendinni og á bónarhnjánum, svo það liggur ekkert á, enda allt sem talað er um að ESB geti orðið Íslandi til hjálpar er hvort aðgengilegt eð er gegnum EES (sem má núgjarnan endurskoða að mínu áliti)
Góðar Stundir
Kristján Hilmarsson, 19.4.2010 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.