ESB-umsókn og uppgjör fara ekki saman

Uppgjörið við hrunið er komið á dagskrá stjórnmálaflokka vonum seinna. Afsagnir hrunfólks og beiðni um afsökun sýnir iðrun og vilja til að gera yfirbót. Í framhaldi munu stjórnmálaflokkarnir hver í sínum ranni leita skýringa á hvers vegna fór sem fór, greina þjóðfélagsástandið eins og það er í dag og móta sér framtíðarsýn.

Nema Samfylkingin, sem alltaf reynir að svindla. Áður en kom að iðrun og yfirbót vegna hrunsins var Samfylkingin stokkin á næstu stóru blekkinguna, Evrópusambandið. Umsókn um aðild að ESB var beinlínis stefnt gegn uppgjöri enda liggur í hlutarins eðli að lærdómurinn af útrásinni og hruninu getur ekki fyrirfram verið sá að við afsölum forræði okkar mála til Brussel.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Samfylkingar sagði á ESB ráðstefnu í síðustu viku að lykill að endurreisn Íslands væri aðildarferli að Evrópusambandinu. Eins og endranær hefur Össur rangt fyrir sér. Í meginatriðum virka öll kerfi á Íslandi; fjármálakerfið, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, dómskerfið o.s. frv. Innviðir samfélagsins eru í lagi og þurfa ekki endurreisnar við.

Aftur þarf að endurreisa traust almennings á stjórnmálum og siðuðu samfélagi. Og stjórnmál í siðuðu samfélagi eiga ekki að virka þannig að 29 prósent flokkur eins og Samfylkingin leiði okkur áleiðis inn í framandi ríkjabandalag, - jafnvel þótt Júdasareðli nokkurra forystumanna vinstri grænna leyfði framgang málsins á alþingi.

ESB-umsóknina á að draga tilbaka svo að uppgjörið geti farið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála Páll.

En ESB Fylkingin og allt það sundrungar- og úrtölulið ESB trúboðsins er nú á hröðum flótta.  Enda flest eða öll þeirra rök um vernd og öryggi fokinn útí veður og vind.

Síðasta hálmstráið í lygaspunavefnum þeirra sem þó var alltaf holur hljómur um að við yrðum að ganga í ESB til að taka upp Evru, er líka fallinn og jarðarförin hefur farið fram og minningarathöfnin um þá föllnu goðsögn hefur verið haldinn í öllum kirkjum Grikklands og Írlands.

Margir hafa sem betur fer fyrir land okkar og þjóð gengið af trúnni og sífækkandi stuðningsliðið er nú aðeins einangraður minnihlutahópur sem nú er tvístraður og ráðalaust lið á flótta frá sjálfum sér og átrúnaði sínum. 

Þannig sagði hinn fallni foringi ESB Fylkingarinnar fyrir skömmu, þessi sem grét í gær og sagðist hafa brugðist þjóð sinni, að það ætti að draga ESB umsóknina til baka vegna stuðningsleysis.

Sjálfur yfirtrúboðinn Jón Baldvin Hannibalsson sagði fyrir skömmu að hann sæi ekki að þjóðin gengi í ESB í nánustu framtíð.

Sjálfur ESB Æðsti presturinn Eiríkur Bergmann tók undir með Jóni Baldvini.

Skyldum við eiga eftir að sjá ISG koma grátandi fram einhvern tímann síðar, þar sem hún biðjur þjóð sína afsökunar á að hafa sundrað henni og valdið henni ómældu tjóni með þessum rétttrúnaði og þessum ESB herleiðangri öllum.

Það kæmi mér ekki á óvart, þá tæki ég hattinn ofan fyrir henni.

En ekki fyrr.

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband