Þorgerður Katrín næst á dagskrá

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins þarf hvorttveggja að segja af sér flokksembættinu og þingmennsku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er holdgervingur útrásaróhófsins. Hún getur hvorki verið fulltrúi almennings né flokksmanna Sjálfstæðisflokksins, ef flokkurinn ætlar sér framtíð.

Sekt Illuga er tvöföld og þarf ekki sérfræðihóp til að staðfesta það. Í fyrsta lagi sat hann í stjórn peningamarkaðssjóðs sem fjárfesti þvert á eigin samþykkir og leiddi það til tapaðra fjármuna einstaklinga. Stærri sekt Illuga er þó sú að hafa yfir höfuð tekið sæti í sjóði sem Glitnir rak. Jón Ásgeir Baugsstjóri réð Glitni og Illugi hafði sem aðstoðarmaður forsætisráðherra kynnst vinnubrögðum og siðvitund Baugsliðsins. Maður sem gengur í þjónustu slíkra er dómgreindarlaus, svo vægt sé til orða tekið.

Á eftir Þorgerði Katrínu þarf Guðlaugur Þór Þórðarson að segja af sér. Öll þrjú eiga að segja af sér ótímabundið.

Við bíðum, en þó ekki lengi. 


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þorgerður Katrín. Bjarni Benidiktsson. Ásbjörn Óttarsson. Árni Johnsen.

hilmar jónsson, 16.4.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég man nú satt að segja ekki eftir Páli Vilhjálmssyni á fundum Sjálfstæðisflokksins og ef hann er ekki flokksbundinn; þá kemur honum ekki rassgat við hverja við veljum til forystu eða hvernig við skiptum um fólk í brúnni.

Halldór Halldórsson, 16.4.2010 kl. 14:41

3 identicon

Þetta er rétt hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.

Í Samfylkingunni þurfa að víkja Össur (brask með bankabréf), Steinunn Valdís (þáði minnst 15 milljónir í "styrki" af glæpalýðnum) og Dagur B. sem gjarnan gleymist og heldur sig til hlés.

Hann þáði sex milljónir á einu ári.

Hjá VG þarf Árni Þór Sigurðsson að víkja. Líkt og Össur hagnaðist hann gríðarlega á braski með bankabréf sem hann komst yfir í krafti stöðu sinnar.

Það brask var grundvallað á innherjaupplýsingum.

Siðlausir "jafnaðarmenn" þar á ferð.  

Karl (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:51

4 identicon

Heill og sæll Páll; sem og þið aðrir - hér á síðu hans !

Það eru miklu fleirri; sem þú þarft að tiltaka, til útskúfunar, af þing hörmunginni.

Hilmar og Halldór !

Augljóslega; hengið þið ykkur, á dekur flokka ykkar, sitt hvors. Hví; nefnið þið ekki Steingrím og Jóhönnu, einnig ?

Og þar með; nánustu klíku Steingríms ?

Halldór !

Flokks trúar jarm þitt; er ömurlegt. Reyndu; að standa í fæturna, á þessum örlagatímum, viljir þú marktækur kalllast.

Ég kom; inná hlut Birkis Jóns, og þeirra Sivjar, í hlutdeild þeirra, á Halldórs og Valgerðar tímabilinu, í þeirra flokks nefnu, á síðu minni, fyrir stundu.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 15:06

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Páll

Illugi fór þarna í stjórn áður en Baugsmenn náðu undirtökunum í bankanum.

Friðjón R. Friðjónsson, 16.4.2010 kl. 15:11

6 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mætti benda fíflinu sem kallar sig Óskar Helgi Helgason að lesa listann yfir þá sem eiga að víkja, sem ég setti fram í öðru bloggi hér fyrr???????????

Halldór Halldórsson, 16.4.2010 kl. 15:31

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Halldór Halldórsson, eigum við ekki að sammælast hófstillingu í orðahnippingum?

Páll Vilhjálmsson, 16.4.2010 kl. 15:37

8 identicon

Komið þið sælir; enn !

Halldór Halldórsson !

Spara þú þér; gorgeirinn og drambið ''Sjálfstæðismaður'' góður !

Það eiga fleirri; um sárt að binda, en þið frjálshyggju liðar !!!

Með kveðjum; samt, - á ný /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 15:39

9 Smámynd: Halldór Halldórsson

Alveg sjálfsagt að stilla orðahnippingum í hóf; en virkar það bara í aðra áttina?

Halldór Halldórsson, 16.4.2010 kl. 15:49

10 identicon

Gott að Illugi fer .Sjóður 9 .Hjálpi mér ....!

Voru er farnar laxveiðiferðir til Canada o.s.frv. ?

En það þarf að HREINSA vel út á þinginu .Tómur sóðaskapur þar .

Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 15:53

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Halldór, afsakaðu, ég tók ekki eftir orðbragði Óskars Helga og beini sömu frómu ósk til hans og þín áðan.

Aftur að málefnu og athugasemd Friðjóns þá hefði verið eðlilegt að Illugi hætti þegar Baugsliðar komust til áhrifa í Glitni. Illu heilli sat hann áfram fram að hruni og verður að taka afleiðingunum af því.

Páll Vilhjálmsson, 16.4.2010 kl. 16:08

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála, líki þessu við lengd "fattþráðs" þeirra sem þurfa að sýna í verki, axlburð ábyrgðar.

Vonandi er "fattþráður" ÞKG ekki svo langur að hún geti prjónað trefil.

Sprengiþráður minn brann upp 30.september 2008.

Sérstök kveðja í Árnesþing til Óskar Helga, bloggvinar míns.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2010 kl. 16:09

13 identicon

Allir sem voru ráðherrar hrunstjórnarinnar eiga að hætta öllum afskiptum af stjórnmálastörfum,  Sjálfviljug eða að þjóðin neyðir þá til þess.  Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján Möller og Björgvin G. Sigurðsson eiga að láta sig hverfa fyrir fullt og fast.  Síðan á að skoða alvarlega að láta þá 2 ráðherra sem enn er á þingi úr fyrri ríkisstjórn Geirs H. Haarde, Siv Friðleifsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson að fjúka líka.  Eðlilega eiga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur þór að láta sig hverfa.  Farið hefur fé betra.

Síðan má spyrja hvort að það er eðlilegt að ráðherrar í eldri stjórnum sem beint tengjast hruninu frá því að Viðeyjarstjórnin tók við völd, og eru á framfæri þjóðarinnar eins og ESB fíklarnir Þorsteinn Pálsson, Jón Sigurðsson og  Guðmundur Árni Stefánsson ætti að afmunstra strax.  EES ruglinu og Schengen á að henda út á hafsauga.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 17:41

14 identicon

Elsku bróðir!

Þarna erum við svo hjartanlega sammála!!!

IMV

Inga María (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 20:45

15 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get tekið undir þetta með þér Páll - finnst samt ótrúlegt að þessar kröfur séu svona háværar fyrst núna þegar mikið af þessu hefur verið vitað lengi. En kannski er betra seint en aldrei. ....þetta á við um fleiri flokka en bara Sjálfstæðisflokkinn.

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2010 kl. 07:03

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Páll - þessu með hófstillinguna hefðir þú kanski átt að skoða áður en þú skrifaðir bloggið og settir fram þína dóm og ummæli.

En þú veist jú væntanlega best sjálfur í hverju  þín sjálfsvirðing er fólgin.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband